Innlent

Jakob Frímann fær lífsýni úr Davíð Stefánssyni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður mun fá að gang að lífsýnum Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi og tveggja annarra einstaklinga, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá í morgun. Þetta kemur fram á mbl.is. Jakob hyggst nýta lífsýnin til ættfræðirannsókna

Krafa Jakobs var að lífsýnasafni Landspítalans yrði gert að veita aðgang að lífsýnum frá Davíð Stefánssyni, Bryndísi Jakobsdóttur, móður Jakobs, og Þórunni Hönnu Björnsdóttur, móðurömmu hans. Þannig mætti gera mannerfðafræðilega rannsókn á því hvort Davíð hafi verið kynfaðir Bryndísar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×