Innlent

Fá að kynnast lífsháttum frumbyggja

BBI skrifar
Viðey.
Viðey.
Almenningi verður um helgina boðið að setja sig í fótspor frumbyggja í Viðey. Skátar í Landnemum munu kenna áhugasömum að reisa skýli, kveikja eld og ýmislegt fleira sem var frumbyggjum lífsnauðsynlegt á árum áður.

Einnig verður efnt til fjársjóðsleitar og reynt að slá Íslandsmet í flugdrekaflugi á þessum fjölskyldudegi í Viðey á sunnudaginn. Viðeyjarferjan siglir frá Skarfabakka á klukkustundarfresti frá 11:15 til 17:15 og allir boðnir velkomnir.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Viðeyjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×