Hollenskt par ræktar jarðaber í Reykholti Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 16. júlí 2012 20:00 Hollenskt plöntufyrirtæki hefur komið sér fyrir í Reykholti og hafið þar jarðaberjaræktun. Ef allt gengur að óskum vonast það eftir að geta ræktað íslensk jarðaber allan ársins hring. Árið 2005 byggði hollenska fyrirtækið Kooij þetta gróðurhús í miðju gróðurhúsahverfinu í Reykholti til þess að kæla þar sérstakar plöntur sem fyrirtækið selur í Hollandi. Með nýrri tækni er ekki lengur þörf á að flytja plönturnar hingað til kælingar og því stóð fyrirtækið uppi með tómt gróðurhús en vildi samt halda áfram rekstri á Íslandi. „Við fréttum frá ráðgjöfum í Hollandi að það væri eftirspurn eftir þessu og að hér væru ræktendur sem væru að byrja að rækta svona ávexti," segir Astrid Frederike Kooij, framkvæmdastjóri Jarðaberjalands. „ Við skoðun komumst við að því að um viðskiptatækifæri væri að ræða og það er góð ástæða til að vera hér áfram." Fyrstu plönturnar voru gróðursettar fyrir mánuði síðan og voru þær í fullum blóma þegar fréttastofa leit við á dögunum. „Vonandi, ef veðrið helst svona gott, hefst tínsla eftur um hálfan mánuð." Hún segir plönturnar sem þau noti skili uppskeru jafnt og þétt fram á haustið sem er ólíkt plöntunum sem aðrir jarðaberjabóndar á Íslandi nota sem skila stórri uppskeru einu sinni á sumri. „Ég vonast til þess að við fáum 1-2 kíló á hverjum fermetra og við erum með um tvö þúsund fermetra í ræktun. Á næsta ári vonast ég til að geta sett 10-12 kg/m2 á markað. Markmiðið fyrir næsta ár er því 20-25 þúsund kíló." Íslendingar flytja inn um 360 tonn af jarðaberjum á hverju ári svo hollensk/íslensku berin ættu að vera góð viðbót á markaðinn og vonast Astrid til þess að Íslendingar muni taka vel á móti þeim. Hlakkarðu til að smakka fyrstu jarðarberin ykkar? „Svo sannarlega. Fólk segir gjarnan: "Þið eruð komin með þau og við hlökkum til að smakka þau."" Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
Hollenskt plöntufyrirtæki hefur komið sér fyrir í Reykholti og hafið þar jarðaberjaræktun. Ef allt gengur að óskum vonast það eftir að geta ræktað íslensk jarðaber allan ársins hring. Árið 2005 byggði hollenska fyrirtækið Kooij þetta gróðurhús í miðju gróðurhúsahverfinu í Reykholti til þess að kæla þar sérstakar plöntur sem fyrirtækið selur í Hollandi. Með nýrri tækni er ekki lengur þörf á að flytja plönturnar hingað til kælingar og því stóð fyrirtækið uppi með tómt gróðurhús en vildi samt halda áfram rekstri á Íslandi. „Við fréttum frá ráðgjöfum í Hollandi að það væri eftirspurn eftir þessu og að hér væru ræktendur sem væru að byrja að rækta svona ávexti," segir Astrid Frederike Kooij, framkvæmdastjóri Jarðaberjalands. „ Við skoðun komumst við að því að um viðskiptatækifæri væri að ræða og það er góð ástæða til að vera hér áfram." Fyrstu plönturnar voru gróðursettar fyrir mánuði síðan og voru þær í fullum blóma þegar fréttastofa leit við á dögunum. „Vonandi, ef veðrið helst svona gott, hefst tínsla eftur um hálfan mánuð." Hún segir plönturnar sem þau noti skili uppskeru jafnt og þétt fram á haustið sem er ólíkt plöntunum sem aðrir jarðaberjabóndar á Íslandi nota sem skila stórri uppskeru einu sinni á sumri. „Ég vonast til þess að við fáum 1-2 kíló á hverjum fermetra og við erum með um tvö þúsund fermetra í ræktun. Á næsta ári vonast ég til að geta sett 10-12 kg/m2 á markað. Markmiðið fyrir næsta ár er því 20-25 þúsund kíló." Íslendingar flytja inn um 360 tonn af jarðaberjum á hverju ári svo hollensk/íslensku berin ættu að vera góð viðbót á markaðinn og vonast Astrid til þess að Íslendingar muni taka vel á móti þeim. Hlakkarðu til að smakka fyrstu jarðarberin ykkar? „Svo sannarlega. Fólk segir gjarnan: "Þið eruð komin með þau og við hlökkum til að smakka þau.""
Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira