Innlent

Kæran send Hæstarétti í dag

Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar
Öryrkjabandalag Íslands mun senda kæru til Hæstaréttar Íslands á næsta klukkutímanum. Það er Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur meðal annars unnið að málinu með Öryrkjabandalaginu.

Öryrkjabandalagið ákvað skömmu eftir kosningarnar 30. júní síðastliðinn að kæra framkvæmdina og krefjast ógildingar þeirra, þar sem fólki sem ekki gat krossað við sjálft vegna líkamlegrar fötlunar hafi verið gert að notast við aðstoð einstaklings úr kjörstjórn, en í 5. grein stjórnarskrárinnar segir að forseti skuli kosinn leynilegri kosningu. Að kærunni standa tveir einstaklingar en Öryrkjabandalagið leggur hana fram sem bakhjarl tvímenninganna og býst Guðmundur Magnússon, formaður bandalagsins að kæran verði send Hæstarétti í dag.

Guðmundur segist með kærunni vilja vekja athygli á því að mannréttindi fatlaðs fólks hafi verið brotin. „Og að þetta gerist ekki aftur og að það verði girt fyrir þetta í framtíðinni. það er fyrst og fremst það sem við leggjum upp með. við erum búin að fá alveg nóg," segir Guðmundur.

Guðmundur segist finna fyrir stuðningi meðal almennings, en það séu líka einhverjir sem séu ekki sáttir við málflutning Öryrkjabandalagsins. Þannig hafi það venjulegast verið með það sem Öryrkjabandalagið hefur gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×