Innlent

Sjúkratryggingar greiddu út 30 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur Ari Arason er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Steingrímur Ari Arason er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Útgjöld til sjúkratrygginga, slysatrygginga og sjúklingatrygginga í fyrra námu samtals 30,6 milljörðum króna. Það eru um 5,4% af heildarútgjöldum ríkisiins og um 1,9% af landsframleiðslu. Útgjöldin jukust um 767 milljónir frá fyrra ári.

Hækkunina má einkum rekja til aukningar í kostnaði á svokölluðum S-lyfjum, eða sjúkrahúslyfjum, kostnaðar vegna brýnna læknismeðferða erlendis og sérfræðilæknakostnaðar. Í fréttatilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands segir hins vegar að útgjöld vegna sjúkratrygginga hefðu þó orðið 750 milljónum krónum meiri ef ekki hefði komið til breytinga á greiðsluþátttöku í ákveðnum lyfjum.. Þá lækka útgjöld bæði í slysatryggingum og sjúklingatryggingu frá fyrra ári.

Þegar útgjöldin eru skoðuð í samhengi við fyrri ár, og þá sérstaklega árin eftir hrun, eru þau 825 milljónum krónum lægri í fyrra en árið 2009. Verðlagshækkun á þessu tímabili var 9,6% og því er ljóst að útgjöldin hafa í raun lækkað um 3,8 milljarða þegar þessar tölur eru færðar yfir á verðlag ársins 2011. Einnig má nefna að útgjöldin haldast bæði lægri í hlutfalli af vergri landsframleiðslu og í hlutfalli af heildarútgjöldum ríkisins frá árinu 2009.

Sjá tilkynningu frá Sjúkratryggingum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×