Innlent

Reykurinn kom frá pizzaofni

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um reyk frá húsnæði í miðborg Reykjavíkur á ellefta tímanum í dag. Einn bíll var sendur á staðinn og inn fóru fjórir slökkviliðsmenn.

Þegar betur var að gáð var þar starfsmaður veitingastaðar að kveikja upp í pizza-ofni og kom reykurinn út frá honum.

Að sögn varðstjóra er það nokkuð algengt að tilkynnt sé um reyk frá veitingastöðum sem bera fram svokallaðar eldbakaðar pizzur.

Slökkviliðsmennirnir snéru því við þegar þeir áttuðu sig á enginn eldur væri á staðnum, en ekki fylgir sögunni hvort þeir hafi fengið pizzasneið með sér upp á stöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×