Innlent

Bátur í neyð - björgunarsveitarmenn á leiðinni

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mynd/ óskar p. friðriksson.
Björgunarsveitarmenn eru nú á leið að báti sem staðsettur er sjö sjómílur sunnan af Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom leki að bátnum og eru sjö manns um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út sem björgunarskipin Þór í Vestmannaeyjum og Oddur V. Gíslason úr Grindavík. Þá eru nálæg skip á leiðinni. Áhöfnin um borð í bátnum er öll komin í flotgalla og bíður þess að verða hjálpað. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er gott veður á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×