Innlent

Maggý komin til hafnar

Maggý úti á sjó í morgun.
Maggý úti á sjó í morgun. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Skipið Maggý VE 108 er nú komið til hafnar í Vestmannaeyjum en það var dráttarskipið Lóðsinn sem dróg það í land.

Lögreglumenn og slökkviliðsmenn fara um borð í skipið á næstu mínútum og rannsaka upptök eldsins.

Eldurinn kom upp í vélarrúmi skipsins um klukkan ellefu í morgun en sjö menn voru um borð í skipinu.

Þeir fóru strax í flotgalla og voru óhultir, en áhafnarmeðlimir slökktu eldinn sjálfir. Tvær dælur voru settar um borð í Maggý áður en það var dregið til hafnar. Töluverður viðbúnaður var hjá björgunarsveitarmönnum og slysavarnarfélaginu Landsbjörg í morgun vegna atviksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×