"Af hverju mega þær ekki fæða börnin á sínum heimaslóðum?" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. júlí 2012 21:06 Engin starfsemi verður á fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað næstu daga og vikur. „Við erum virkilega leiðar yfir þessu og höfum um leið áhyggjur af þessum konum og fjölskyldum þeirra." Þetta segir Anna Eðvaldsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Vísir greindi frá því í gærkvöld að hópur þungaðra kvenna á Austurlandi þurfi nú að ferðast til Akureyrar eða Reykjavíkur til að eiga börn sín. Loka þurfti fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað eftir að skurðlæknir sem átti að vera á vakt út mánuðinn frá mánudegi forfallaðist. Konurnar fengu þau skilaboð að þær þyrftu að yfirgefa sína heimabyggð til að eignast börnin. Ríkið greiðir aðeins ferðakostnað móðurinnar. Ekki verður greitt fyrir kostnað maka eða ljósmóður. Þá er húsnæðiskostnaður og annar tilfallandi kostnaður ekki greiddur. „Það er verið að taka heilu fjölskyldurnar og slíta þær í sundur," segir Anna. „Við tölum ávallt um samfellu í þessum málum, að fjölskyldur fái að vera saman þegar kemur að stóru stundinni. Það virðist ekki vera vilji fyrir því hjá yfirvöldum." Anna hefur verið í sambandi við konur á svæðinu. Hún segir að þó nokkur óvissa ríki meðal þeirra. Þá furðar hún sig á því hvernig heilbrigðisyfirvöld hafa tekið á málinu. Þessu fylgir mikill kostnaður sem og tekjutap — hún bendir á að það sé ekki sjálfsagt að taka bíl á leigu á þessum tíma árs, hvað þá hótelherbergi. Þá segir hún að það sé lífsnauðsynlegt að tryggja öryggi og velferð móður og barns. Löng ferðalög fyrir fæðingu séu hreint ekki þess eðlis að stuðla að því. „Við hjá Ljósmæðrafélaginu erum mjög hissa á þessu öllu," segir Anna og spyr: „Af hverju mega þær ekki fæða börnin á sínum heimaslóðum?" Tengdar fréttir Engar skurðaðgerðir í Neskaupstað Það eru ekki aðeins fæðingar sem geta ekki farið fram á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað í næstu viku því ómögulegt verður að framkvæma hvers kyns skurðaðgerðir í fjórðungnum. Eins og Vísir greindi frá í gær forfallaðist skurðlæknir sem átti að vera á vakt með litlum fyrirvara. Að jafnaði er aðeins einn skurðlæknir á vakt á sjúkrahúsinu og því verður skurðlæknislaust vegna forfallanna. 19. júlí 2012 10:30 Konum á Austurlandi gert að fæða á Akureyri eða í Reykjavík Fæðingardeildin á fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað verður lokuð frá og með mánudegi. Óvíst er hvort að deildin muni opna fyrir mánaðarmót en þá verða vaktaskipti. Þungaðar konur á svæðinu eru ráðþrota og gagnrýna heilbrigðisyfirvöld fyrir að koma ekki til móts við sig. 18. júlí 2012 21:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Við erum virkilega leiðar yfir þessu og höfum um leið áhyggjur af þessum konum og fjölskyldum þeirra." Þetta segir Anna Eðvaldsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Vísir greindi frá því í gærkvöld að hópur þungaðra kvenna á Austurlandi þurfi nú að ferðast til Akureyrar eða Reykjavíkur til að eiga börn sín. Loka þurfti fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað eftir að skurðlæknir sem átti að vera á vakt út mánuðinn frá mánudegi forfallaðist. Konurnar fengu þau skilaboð að þær þyrftu að yfirgefa sína heimabyggð til að eignast börnin. Ríkið greiðir aðeins ferðakostnað móðurinnar. Ekki verður greitt fyrir kostnað maka eða ljósmóður. Þá er húsnæðiskostnaður og annar tilfallandi kostnaður ekki greiddur. „Það er verið að taka heilu fjölskyldurnar og slíta þær í sundur," segir Anna. „Við tölum ávallt um samfellu í þessum málum, að fjölskyldur fái að vera saman þegar kemur að stóru stundinni. Það virðist ekki vera vilji fyrir því hjá yfirvöldum." Anna hefur verið í sambandi við konur á svæðinu. Hún segir að þó nokkur óvissa ríki meðal þeirra. Þá furðar hún sig á því hvernig heilbrigðisyfirvöld hafa tekið á málinu. Þessu fylgir mikill kostnaður sem og tekjutap — hún bendir á að það sé ekki sjálfsagt að taka bíl á leigu á þessum tíma árs, hvað þá hótelherbergi. Þá segir hún að það sé lífsnauðsynlegt að tryggja öryggi og velferð móður og barns. Löng ferðalög fyrir fæðingu séu hreint ekki þess eðlis að stuðla að því. „Við hjá Ljósmæðrafélaginu erum mjög hissa á þessu öllu," segir Anna og spyr: „Af hverju mega þær ekki fæða börnin á sínum heimaslóðum?"
Tengdar fréttir Engar skurðaðgerðir í Neskaupstað Það eru ekki aðeins fæðingar sem geta ekki farið fram á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað í næstu viku því ómögulegt verður að framkvæma hvers kyns skurðaðgerðir í fjórðungnum. Eins og Vísir greindi frá í gær forfallaðist skurðlæknir sem átti að vera á vakt með litlum fyrirvara. Að jafnaði er aðeins einn skurðlæknir á vakt á sjúkrahúsinu og því verður skurðlæknislaust vegna forfallanna. 19. júlí 2012 10:30 Konum á Austurlandi gert að fæða á Akureyri eða í Reykjavík Fæðingardeildin á fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað verður lokuð frá og með mánudegi. Óvíst er hvort að deildin muni opna fyrir mánaðarmót en þá verða vaktaskipti. Þungaðar konur á svæðinu eru ráðþrota og gagnrýna heilbrigðisyfirvöld fyrir að koma ekki til móts við sig. 18. júlí 2012 21:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Engar skurðaðgerðir í Neskaupstað Það eru ekki aðeins fæðingar sem geta ekki farið fram á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað í næstu viku því ómögulegt verður að framkvæma hvers kyns skurðaðgerðir í fjórðungnum. Eins og Vísir greindi frá í gær forfallaðist skurðlæknir sem átti að vera á vakt með litlum fyrirvara. Að jafnaði er aðeins einn skurðlæknir á vakt á sjúkrahúsinu og því verður skurðlæknislaust vegna forfallanna. 19. júlí 2012 10:30
Konum á Austurlandi gert að fæða á Akureyri eða í Reykjavík Fæðingardeildin á fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað verður lokuð frá og með mánudegi. Óvíst er hvort að deildin muni opna fyrir mánaðarmót en þá verða vaktaskipti. Þungaðar konur á svæðinu eru ráðþrota og gagnrýna heilbrigðisyfirvöld fyrir að koma ekki til móts við sig. 18. júlí 2012 21:42