Innlent

Ólafur Arnalds í So You Think You Can Dance

Lagið 3326 eftir tónlistarmanninn Ólaf Arnalds var notað í raunveruleikaþáttunum bandarísku So You Think You Can Dance í gær.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tónlist eftir kappann er notuð í þáttunum en tvö lög eftir hann mátti finna í síðustu þáttaröð.

Að meðaltali horfa um 6.5 milljón manns á So You Think You Can Dance í hverri viku.

Ólafur hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu mánuði og ár. Þá hefur hann komið fram á fjölda tónlistarhátíða víða um heim.

Hægt er að sjá atriðið frá þættinum í gær hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×