Innlent

Ól barn í bíl á leiðinni á sjúkrahús

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Neskaupstaður að vetrarlagi.
Neskaupstaður að vetrarlagi. mynd/ gva.
Lítilli stúlku lá svo á að komast í heiminn þegar foreldrarnir voru á leið á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað um hálfáttaleytið í morgun að móðirin ól stúlkuna í bíl á leiðinni á sjúkrahúsið. Þau voru á veginum um Oddskarð þegar sjúkrabíll tók á móti þeim og flutti móður og barn á sjúkrahúsið með sjúkrabílnum. Samkvæmt upplýsingum frá Birni Magnússyni, forstöðulækni á sjúkrahúsinu, eru mæðgurnar enn á sjúkrahúsinu og heilsast þeim vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×