Innlent

Tökum á mynd Cruise lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tökum á myndinni Oblivion lauk í gærkvöld. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi myndarinnar Claire Raskind í samtali við Vísi. „Við erum hætt tökum hér. Þeim lauk í gærkvöldi. Það er það eina sem ég get sagt," sagði Raskind í samtali við Vísi.

Smartland Mörtu Maríu á mbl.is fullyrðir að Tom Cruise sé jafnframt farinn af landi brott ásamt börnum sínum, Isabellu og Connor Cruise. Tökum átti upphaflega ekki að ljúka fyrr en eftir nokkra daga. Sem kunnugt krafðist Katie Holmes, eiginkona Tom Cruise aðalleikara myndarinnar, skilnaðar fyrir helgi. Ekki er vitað hvort það hafði áhrif á tökurnar.

Tom Cruise á fimmtugsafmæli í dag, en alveg óljóst er hvernig hann mun fagna tímamótunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×