Innlent

Svipast um eftir ísbirni

Úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar.
Úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar. mynd/Henning Þór Aðalmundsson
Lögreglumenn og þyrla Landhelgisgæslunnar svipast nú um eftir ísbirni sem talin er vera á sundi við Geitafell á Vatnsnesi. Ferðamenn tilkynntu um dýrið á sjötta tímanum í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi hefur ekkert sést til bjarndýrsins en tilkynningar sem slíkar eru ávallt teknar alvarlega.

Leit mun halda áfram fram eftir kvöldi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×