Reiknar með að Einar "Boom" fari í skaðabótamál Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. júní 2012 18:45 Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Fólkið var allt ákært fyrir líkamsárás í desember á síðasta ári. Ráðist var inn á heimili konu í Hafnarfirði og hún beitt grófu ofbeldi. Einar „Boom" Marteinsson, fyrrverandi forseti Vítisengla var sakaður um að hafa skipulagt árásina en fólkið var allt talið tengjast Vítisenglum með einum eða öðrum hætti. Einar var hinsvegar sýknaður af sínum þætti í málinu í dag. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamenn en það gerði lögfræðingur hans. „Skjólstæðingur minn fangar niðurstöðunni. Hann er saklaus af því sem honum er gefið að sök," segir Oddgeir Einarsson, héraðsdómslögmaður. Oddgeir segist reikna með því að Einar fari í skaðabótamál við ríkið vegna málsins, staðfesti Hæstiréttur sýknudóminn. „Hann og fjölskylda hans hefur þurft að þola mikið vegna þessa máls," segir Oddgeir. Andrea Unnarsdóttir, fékk þyngsta dóminn, fjögur og hálft ár. Þeir Jón Ólafsson og Elías Valdimar Jónsson fengu fjögurra ára fangelsisdóm og Óttar Gunnarsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Sjötti maðurinn sem ákærður var fyrir aðkomu sína að málinu var sýknaður. Eftir að dómur féll sagði Jón Egilsson verjandi Elíasar að hann ætli að áfrýja málinu en hann var ásamt Andreu og Jóni sakfelldur fyrir ofbeldi og kynferðisbrot. Fólkið var hinsvegar allt sýknað af því að tengjast alþjóðlegum glæpasamtökum. „Umbjóðandi minn er sáttur við að vera sýknaður af því að vera hluti af einhverri alþjóðlegri glæpaklíku," segir. „En hann sættir sig ekki við að vera sakfelldur í kynferðisbroti sem hann er saklaus af. Þess vegna ætlar hann að áfrýja." Jón segir að umbjóðandi sinn sé ósáttur við að framburður brotaþola skuli hafa svo mikið vægi gegn öllum öðrum framburðum og gögnum sem raunin varð. Saksóknari segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun, fyrst verði að fara vel yfir dóminn , sem telur 118 síður. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Fólkið var allt ákært fyrir líkamsárás í desember á síðasta ári. Ráðist var inn á heimili konu í Hafnarfirði og hún beitt grófu ofbeldi. Einar „Boom" Marteinsson, fyrrverandi forseti Vítisengla var sakaður um að hafa skipulagt árásina en fólkið var allt talið tengjast Vítisenglum með einum eða öðrum hætti. Einar var hinsvegar sýknaður af sínum þætti í málinu í dag. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamenn en það gerði lögfræðingur hans. „Skjólstæðingur minn fangar niðurstöðunni. Hann er saklaus af því sem honum er gefið að sök," segir Oddgeir Einarsson, héraðsdómslögmaður. Oddgeir segist reikna með því að Einar fari í skaðabótamál við ríkið vegna málsins, staðfesti Hæstiréttur sýknudóminn. „Hann og fjölskylda hans hefur þurft að þola mikið vegna þessa máls," segir Oddgeir. Andrea Unnarsdóttir, fékk þyngsta dóminn, fjögur og hálft ár. Þeir Jón Ólafsson og Elías Valdimar Jónsson fengu fjögurra ára fangelsisdóm og Óttar Gunnarsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Sjötti maðurinn sem ákærður var fyrir aðkomu sína að málinu var sýknaður. Eftir að dómur féll sagði Jón Egilsson verjandi Elíasar að hann ætli að áfrýja málinu en hann var ásamt Andreu og Jóni sakfelldur fyrir ofbeldi og kynferðisbrot. Fólkið var hinsvegar allt sýknað af því að tengjast alþjóðlegum glæpasamtökum. „Umbjóðandi minn er sáttur við að vera sýknaður af því að vera hluti af einhverri alþjóðlegri glæpaklíku," segir. „En hann sættir sig ekki við að vera sakfelldur í kynferðisbroti sem hann er saklaus af. Þess vegna ætlar hann að áfrýja." Jón segir að umbjóðandi sinn sé ósáttur við að framburður brotaþola skuli hafa svo mikið vægi gegn öllum öðrum framburðum og gögnum sem raunin varð. Saksóknari segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun, fyrst verði að fara vel yfir dóminn , sem telur 118 síður.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira