Innlent

Forstjóri Valitors segist ekki hafa neina skoðun á Wikileaks

Viðar Þorkelsson.
Viðar Þorkelsson.
Forstjóri Valitors á Íslandi, Viðar Þorkelsson, segir að það hafi verið uppi vísbendingar um að starfsemi Wikileaks samræmdust ekki reglum sem alþjóðlegu kortasamtökin setja, "en við höfum enga sérstaka skoðun á Wikileaks," bætti hann við spurður um álit sitt á Wikileaks.

Aðalmeðferð fer nú fram í máli DataCell gegn Valitor í Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtækið stefndi kortafyrirtækinu eftir að greiðslugátt, sem var hugsuð til þess að styrkja Wikileaks, var lokað, örskömmu eftir að hún var sett upp í júní 2011.

Valitor heldur því fram að í umsókn frá Datacell hafi ekki verið greint frá því að fyrirtækið hygðist halda úti greiðslugátt til þess að styrkja þriðja aðila. Þessu til stuðnings var samstarfssamningur lagður til hliðsjónar, en í upptalningu á fyrirtækjum sem DataCell þjónustar, var ekki tekið sérstaklega fram að Wikileaks væri í þeim hópi.

Ólafur Vignir Sigurðsson, eigandi DataCell, heldur því hinsvegar fram að hlekkur á greiðslugáttina hafi verið send með umsókninni svo það væri hægt að opna hana. Öðruvísi hefði ekki verið hægt að opna hana. Valitor vill aftur á móti meina að fyrirtækið hafi hreinlega leynt samstarfi sínu, en nokkru áður lokaði danska greiðslukortafyrirtækið Teller á öll viðskipti við DataCell vegna samstarfs þeirra við Wikileaks. Ástæðuna sögðu þeir á sínum tíma vera ótti við að skaða viðskipti sín við kortafyrirtæki.

Þá kom ennfremur fram að einstaklingur hefði kannað grundvöll um samstarf við Valitor um að hýsa greiðslugátt til framalaga handa Wikileaks árið 2010. Forstjóri Valitors segir að þá hafi því verið hafnað þar sem fyrirtækið komt að þeirri niðurstöðu að slíkt samræmdist ekki reglum Valitors og alþjóðlegu kortasamsteypunnar.

Þegar lögfræðingur DataCell, Sveinn Andri Sveinsson, spurði Viðar hver væri munurinn á því að styðja Wikileaks eða krabbameinssjúk börn, og hversvegna slíkt samræmdist ekki reglur,

svaraði Viðar því til að hvert mál væri skoðað fyrir sig.

Hann upplýsti einnig að starfsmaður frá Visa kortaþjónustunni í Evrópu hefði haft samband skömmu eftir að gáttin varð virk. Viðar segir starfsmanninn eingöngu hafa látið sig vita að gáttin væri í notkun, en um það vissi hann fyrir. Hann vildi ekki meina að viðmælandi sinn hafi gefið sér neinar fyrirskipanir, heldur hafi samskiptunum hreinlega lokið með þeim hætti að Viðar sagðist ætla að skoða málið frekar.

Eins og kunnugt er þá lokuðu helstu kortafyrirtæki heimsins fyrir allar greiðslu til Wikileaks eftir að Wikileaks lak ógrynni upplýsinga úr sendiráðum Bandaríkjanna út um allan heim.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.