Innlent

Allt til reiðu fyrir ofurhlaup á Esju

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Ofurhlaupið fer fram á laugardaginn.
Ofurhlaupið fer fram á laugardaginn. mynd/Esjuhlaup.is
„Þetta er allt að smella saman," segir Elísabet Margeirsdóttir, hlaupadrottning og veðurfréttakona. Hún er ein af skipuleggjendum Mt. Esja Ultra Trail ofurhlaupsins sem fram fer á laugardaginn.

Elísabet og samstarfsmenn hennar er nú að leggja lokahönd á skipulagningu hlaupsins en fjöldi sjálfboðaliða kemur að verkefninu. Þá hefur Afrekshópur Ármanns einnig lagt lagt hönd á plóg.

Hlaupið verður upp og niður Esjuna en þrjár vegalengdir eru í boði: 2,5 og 10 hringi upp að Steini.

„Það hafa um sjötíu manns skráð sig í hlaupið," segir Elísabet. „Ef allt fer að óskum stefnum við á að fá fleiri erlenda hlaupara á næsta ári."

Hér má sjá hlaupaleiðina.mynd/Esjuhlaup.is
Nú eru síðustu forvöð að skrá sig í hlaupið en lokað hefur verið fyrir netskráningu. Þeir sem vilja taka þátt í hlaupinu geta þó enn skráð sig til leiks í Afreksvörum. Þá er einnig hægt að hafa samband í gegnum Fésbókarsíðu hlaupsins.

Mikið liggur undir hjá þátttakendum en þeir sem hlaupa tíu eða fimm hringi safna punktum sem veita inngöngu í fjallahlaup erlendis, þar á meðal Ultra Trail Mont-Blanc.

En hvernig er veðurspáin fyrir laugardaginn? „Hún er gríðarlega góð," segir Elísabet. „Það mun varla hreyfa vind og sólin mun skína glatt. Þar af leiðandi verður afar heitt. Keppendur mega búast við því að hlaupið verði jafnvel erfiðara vegna hita — við minnum því hlaupara á að taka með nóg af vökva."

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um hlaupið á Esjuhlaup.is sem og á Fésbókinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×