Innlent

Gefa vöfflur og benda á skaðsemi hvalveiða

BBI skrifar
Frá Vöffludeginum í fyrra.
Frá Vöffludeginum í fyrra. Mynd/Chiara
SEEDS sjálfboðaliðar munu fræða vegfarendur um skaðsemi hvalveiða á Reykjavíkurhöfn næsta föstudag milli 11 og 14. Uppákoman er hluti af átakinu „Meet us, don't eat us".

SEEDS sjálfboðaliðarnir ætla að halda Vöffludaginn hátíðlegan, bjóða gestum og gangandi upp á vöfflur og óvænt skemmtiatriði og sýna þeim um leið fram á skaðsemi hvalveiða. Uppátækinu er ekki síst beint að erlendum ferðamönnum og markmiðið að sýna þeim hvernig neysla þeirra á hvalkjöti hefur áhrif á hvalveiðar við landið.

SEEDS eru sjálfboðaliðasamtök sem voru stofnuð á Íslandi árið 2005. Samtökin taka árlega við fjölda sjálfboðaliða víðsvegar að úr heiminum sem taka þátt í hinum ýmsu verkefnum hér á landi. Sjálfboðaliðar okkar koma flestir frá Evrópu, N-Ameríku og Asíu.

Nú hafa SEEDS sjálfboðaliðarnir safnað yfir 2000 undirskriftum fyrir átakið „Meet us, don't eat us" sem IFAW (International Fund for Animal Welfare) stendur fyrir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×