Presturinn vill loka á Orkuveituna og grafa eigin skolplögn Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2012 13:00 Presturinn í Reykholti íhugar að leggja eigin skolp- og vatnsveitu fyrir kirkjuna þar sem megnið af sóknargjöldunum fari í að greiða vatns- og fráveitugjöld. Kirkjur eru undanþegnar fasteignagjöldum, sem dekkuðu áður vatns- og fráveitugjöld, en þegar borgin og Orkuveita Reykjavíkur í fjárhagsvandræðum sínum tóku upp á því í fyrra að rukka gjöldin sérstaklega sat Reykholtskirkja í súpunni. Séra Geir Waage sóknarprestur segir að heildarsóknargjaldatekjur Reykholtskirkju séu rúmar 1.400 þúsund krónur. Af þeim verði að ætla tæpa milljón í frárennslisgjald og vatnsgjald handa Orkuveitunni. „Við höfum beðið þá um að semja við okkur um eitthvað lægra því það sér hver maður að kirkjan stendur ekkert undir þessu. Þeir hafa vísað því erindi frá hingað til og telja sig ekki hafa neina heimild í lögum til að veita neina afslætti," segir Geir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Presturinn sér ekki annað ráð en það að ráðast í gerð eigin fráveitu í haust og rjúfa skolplögn kirkjunnar úr tengslum við lögn Orkuveitunnar. Þá gæti farið svo að kirkjan sæki sjálf sitt kalda vatn. Hann segir að kirkjan hafi mátt þola ýmislegt frá stjórnvöldum. „Það var miklu harðar gengið gegn kirkjunni en öðrum opinberum stofnunum í skerðingum," segir Geir. „Við erum vanir þessu. Við erum vanir því að gera samkomulag við ríkisvaldið, - og það er haldið svona um hríð. En svo þegar árar eins og árað hefur í samfélaginu núna þá er náttúrlega mjög auðvelt að ganga að kirkjunni." Að tveir þriðju tekna safnaðarins fari í vatns- og fráveitugjald sé komið út yfir öll mörk. Það þurfi einnig að kaupa hluti til viðhalds og annars slíks. „Við höfum ekki peninga til þess. Það eru engir peningar eftir hjá kirkjunni. Hvergi. Allra síst út um sveitirnar þar sem fámennið veldur mjög lágum sóknargjöldum." Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Presturinn í Reykholti íhugar að leggja eigin skolp- og vatnsveitu fyrir kirkjuna þar sem megnið af sóknargjöldunum fari í að greiða vatns- og fráveitugjöld. Kirkjur eru undanþegnar fasteignagjöldum, sem dekkuðu áður vatns- og fráveitugjöld, en þegar borgin og Orkuveita Reykjavíkur í fjárhagsvandræðum sínum tóku upp á því í fyrra að rukka gjöldin sérstaklega sat Reykholtskirkja í súpunni. Séra Geir Waage sóknarprestur segir að heildarsóknargjaldatekjur Reykholtskirkju séu rúmar 1.400 þúsund krónur. Af þeim verði að ætla tæpa milljón í frárennslisgjald og vatnsgjald handa Orkuveitunni. „Við höfum beðið þá um að semja við okkur um eitthvað lægra því það sér hver maður að kirkjan stendur ekkert undir þessu. Þeir hafa vísað því erindi frá hingað til og telja sig ekki hafa neina heimild í lögum til að veita neina afslætti," segir Geir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Presturinn sér ekki annað ráð en það að ráðast í gerð eigin fráveitu í haust og rjúfa skolplögn kirkjunnar úr tengslum við lögn Orkuveitunnar. Þá gæti farið svo að kirkjan sæki sjálf sitt kalda vatn. Hann segir að kirkjan hafi mátt þola ýmislegt frá stjórnvöldum. „Það var miklu harðar gengið gegn kirkjunni en öðrum opinberum stofnunum í skerðingum," segir Geir. „Við erum vanir þessu. Við erum vanir því að gera samkomulag við ríkisvaldið, - og það er haldið svona um hríð. En svo þegar árar eins og árað hefur í samfélaginu núna þá er náttúrlega mjög auðvelt að ganga að kirkjunni." Að tveir þriðju tekna safnaðarins fari í vatns- og fráveitugjald sé komið út yfir öll mörk. Það þurfi einnig að kaupa hluti til viðhalds og annars slíks. „Við höfum ekki peninga til þess. Það eru engir peningar eftir hjá kirkjunni. Hvergi. Allra síst út um sveitirnar þar sem fámennið veldur mjög lágum sóknargjöldum."
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira