Tvö kísilver og tvær virkjanir í pípunum í Þingeyjarsýslum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2012 18:45 Fyrirtækið Thorsil áformar þrjátíu milljarða króna uppbyggingu kísilvers á Bakka og stefnir nú í að tvær slíkar verksmiðjur taki samtímis til starfa við Húsavík eftir þrjú ár. Thorsil ætlaði upphaflega að reisa verksmiðjuna í Þorlákshöfn og kaupa rafmagn af Orkuveitu Reykjavíkur og var samningsrammi undirritaður um verkefnið fyrir tveimur árum. Þau áform urðu að engu vegna fjárhagsvanda Orkuveitunnar, sem, þegar á reyndi, treysti sér ekki til að útvega orkuna. Thorsil sneri sér þá til Landsvirkjunar, sem bauð fram orku í Þingeyjarsýslum, og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 liggja þegar fyrir orkusamningur um 85 megavött en með fyrirvörum, og drög að lóðarsamningi við sveitarfélagið Norðurþing um Bakka. Thorsil er að hefja umhverfismat þessa dagana og miða áformin við að 30 milljarða framkvæmdir hefjist eftir mitt næsta ár og að verksmiðjan taki til starfa árið 2015. Aðalfjárfestar verða tvö fyrirtæki í efnaiðnaði, annað í Evrópu en hitt í Asíu. 160 framtíðarstörf verða til í fyrirtækinu en 400 manns þarf í vinnu á byggingartíma. Með þessu stefnir í að tvær kísilverksmiðjur rísi við Húsavík á næstu árum því ráðamenn þýska fyrirtækisins PCC, sem mæta gjarnan á einkaþotu, eru einnig komnir með orkusamning við Landsvirkjun, sömuleiðis með fyrirvara, og vilyrði fyrir lóð á Bakka og eru nokkrum mánuðum á undan Thorsil í undirbúningi. Þótt báðir hyggist vinna hrákísil verða verksmiðjurnar ólíkar að því leyti að Thorsil hyggst hreinsa kísilmálminn meira. PCC stefnir einnig að því að hefja framkvæmdir á næsta ári og að þeirra kísilver taki til starfa eftir þrjú ár. Landsvirkjun þarf samtímis að ráðast í smíði virkjana fyrir tugi milljarða króna í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum þannig að gangi þetta allt eftir gæti orðið ansi fjörugt í Þingeyjarsýslum frá miðju næsta ári. Tengdar fréttir Stór dagur fyrir Suðurland, segir bæjarstjóri Ölfuss Hönnun kísilverksmiðju í Þorlákshöfn og nýrrar virkjunar á Hellisheiði eru komin á fulla ferð en samningsrammi var undirritaður síðdegis. Bæjarstjóri Ölfuss segir þetta stóran dag fyrir Suðurland og Reykjavíkursvæðið enda muni verkefnið hafa gífurleg áhrif. 15. febrúar 2010 18:56 Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13. desember 2011 18:55 Thorsil sækir um lóð á Bakka 16. desember 2011 16:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Fyrirtækið Thorsil áformar þrjátíu milljarða króna uppbyggingu kísilvers á Bakka og stefnir nú í að tvær slíkar verksmiðjur taki samtímis til starfa við Húsavík eftir þrjú ár. Thorsil ætlaði upphaflega að reisa verksmiðjuna í Þorlákshöfn og kaupa rafmagn af Orkuveitu Reykjavíkur og var samningsrammi undirritaður um verkefnið fyrir tveimur árum. Þau áform urðu að engu vegna fjárhagsvanda Orkuveitunnar, sem, þegar á reyndi, treysti sér ekki til að útvega orkuna. Thorsil sneri sér þá til Landsvirkjunar, sem bauð fram orku í Þingeyjarsýslum, og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 liggja þegar fyrir orkusamningur um 85 megavött en með fyrirvörum, og drög að lóðarsamningi við sveitarfélagið Norðurþing um Bakka. Thorsil er að hefja umhverfismat þessa dagana og miða áformin við að 30 milljarða framkvæmdir hefjist eftir mitt næsta ár og að verksmiðjan taki til starfa árið 2015. Aðalfjárfestar verða tvö fyrirtæki í efnaiðnaði, annað í Evrópu en hitt í Asíu. 160 framtíðarstörf verða til í fyrirtækinu en 400 manns þarf í vinnu á byggingartíma. Með þessu stefnir í að tvær kísilverksmiðjur rísi við Húsavík á næstu árum því ráðamenn þýska fyrirtækisins PCC, sem mæta gjarnan á einkaþotu, eru einnig komnir með orkusamning við Landsvirkjun, sömuleiðis með fyrirvara, og vilyrði fyrir lóð á Bakka og eru nokkrum mánuðum á undan Thorsil í undirbúningi. Þótt báðir hyggist vinna hrákísil verða verksmiðjurnar ólíkar að því leyti að Thorsil hyggst hreinsa kísilmálminn meira. PCC stefnir einnig að því að hefja framkvæmdir á næsta ári og að þeirra kísilver taki til starfa eftir þrjú ár. Landsvirkjun þarf samtímis að ráðast í smíði virkjana fyrir tugi milljarða króna í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum þannig að gangi þetta allt eftir gæti orðið ansi fjörugt í Þingeyjarsýslum frá miðju næsta ári.
Tengdar fréttir Stór dagur fyrir Suðurland, segir bæjarstjóri Ölfuss Hönnun kísilverksmiðju í Þorlákshöfn og nýrrar virkjunar á Hellisheiði eru komin á fulla ferð en samningsrammi var undirritaður síðdegis. Bæjarstjóri Ölfuss segir þetta stóran dag fyrir Suðurland og Reykjavíkursvæðið enda muni verkefnið hafa gífurleg áhrif. 15. febrúar 2010 18:56 Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13. desember 2011 18:55 Thorsil sækir um lóð á Bakka 16. desember 2011 16:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Stór dagur fyrir Suðurland, segir bæjarstjóri Ölfuss Hönnun kísilverksmiðju í Þorlákshöfn og nýrrar virkjunar á Hellisheiði eru komin á fulla ferð en samningsrammi var undirritaður síðdegis. Bæjarstjóri Ölfuss segir þetta stóran dag fyrir Suðurland og Reykjavíkursvæðið enda muni verkefnið hafa gífurleg áhrif. 15. febrúar 2010 18:56
Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13. desember 2011 18:55