Mæla hvernig mýrar binda koltvísýring Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2012 22:30 Vísindamenn rannsaka nú hvernig íslenskar mýrar geti dregið úr losun gróðurhúsa-lofttegunda með því að mokað verði ofan í skurði á ný og votlendið endurheimt. Í Lundarreykjadal í Borgarfirði er Rannveig Ólafsdóttir líffræðingur að rannsaka magn lofttegunda sem losna úr mýrinni eftir að hún var þurrkuð upp með skurðum og Stefanía Lára Bjarnadóttir verkfræðinemi rannsakar efnisagnir sem skolast út með vatninu. Jafnframt kanna þær hvað breytist þegar votlendið er endurheimt. Rannsóknirnar eru meistaraverkefni Rannveigar í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og meistaraverkefni Stefaníu í umhverfisverkfræði við tækniháskólann í Kaupmannahöfn. Rannveig segir að þótt 40 ár séu liðin frá því mýrin var ræst fram sé enn að losna mikill koltvísýringur út í andrúmsloftið. Með því að endurheimta votlendið sé hægt að snúa þessu flæði við, að mýrin fari að binda koltvísýring. Til að mæla útstreymið úr mýrinni er loftþéttur álkassi settur yfir hana, loftsýni soguð uppí sprautu, síðan sett í litlar glerflöskur og innihaldið loks efnagreint á rannsóknastofu. Niðurstöðurnar gagnast Íslendingum vegna alþjóðlegra skuldbindinga en losun úr mýrum er skráð inn í árlegt koltvísýringsbókhald þjóðarinnar, að sögn Stefaníu Láru. Það var með vélvæðingu sveitanna upp úr seinna stríði sem íslenskir bændur, hvattir áfram af stjórnvöldum, hófu að grafa skurði af ákefð til að auka ræktar- og beitiland og þar með matvælaframleiðslu. Skurðgröfturinn þótti almennt þjóðþrifamál. Það var svo árið 1972 sem Halldór Laxnes skrifaði fræga grein undir fyrirsögninni „Hernaðurinn gegn landinu" og efasemdum var sáð. Þær Rannveig og Stefanía segja að endurheimt mýra þurfi ekki að rekast á hagsmuni landbúnaðar. Mýrar séu einnig mikilvæg vistkerfi fyrir fugla og plöntur. Þær séu frjósöm svæði og gagnist áfram þótt búið sé að bleyta upp í þeim. Það sem ekki nýtist landbúnaði sé hægt að nýta á annan hátt. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Vísindamenn rannsaka nú hvernig íslenskar mýrar geti dregið úr losun gróðurhúsa-lofttegunda með því að mokað verði ofan í skurði á ný og votlendið endurheimt. Í Lundarreykjadal í Borgarfirði er Rannveig Ólafsdóttir líffræðingur að rannsaka magn lofttegunda sem losna úr mýrinni eftir að hún var þurrkuð upp með skurðum og Stefanía Lára Bjarnadóttir verkfræðinemi rannsakar efnisagnir sem skolast út með vatninu. Jafnframt kanna þær hvað breytist þegar votlendið er endurheimt. Rannsóknirnar eru meistaraverkefni Rannveigar í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og meistaraverkefni Stefaníu í umhverfisverkfræði við tækniháskólann í Kaupmannahöfn. Rannveig segir að þótt 40 ár séu liðin frá því mýrin var ræst fram sé enn að losna mikill koltvísýringur út í andrúmsloftið. Með því að endurheimta votlendið sé hægt að snúa þessu flæði við, að mýrin fari að binda koltvísýring. Til að mæla útstreymið úr mýrinni er loftþéttur álkassi settur yfir hana, loftsýni soguð uppí sprautu, síðan sett í litlar glerflöskur og innihaldið loks efnagreint á rannsóknastofu. Niðurstöðurnar gagnast Íslendingum vegna alþjóðlegra skuldbindinga en losun úr mýrum er skráð inn í árlegt koltvísýringsbókhald þjóðarinnar, að sögn Stefaníu Láru. Það var með vélvæðingu sveitanna upp úr seinna stríði sem íslenskir bændur, hvattir áfram af stjórnvöldum, hófu að grafa skurði af ákefð til að auka ræktar- og beitiland og þar með matvælaframleiðslu. Skurðgröfturinn þótti almennt þjóðþrifamál. Það var svo árið 1972 sem Halldór Laxnes skrifaði fræga grein undir fyrirsögninni „Hernaðurinn gegn landinu" og efasemdum var sáð. Þær Rannveig og Stefanía segja að endurheimt mýra þurfi ekki að rekast á hagsmuni landbúnaðar. Mýrar séu einnig mikilvæg vistkerfi fyrir fugla og plöntur. Þær séu frjósöm svæði og gagnist áfram þótt búið sé að bleyta upp í þeim. Það sem ekki nýtist landbúnaði sé hægt að nýta á annan hátt.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira