Sport

Óðinn fékk silfur og Ásdís brons

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni unnu til verðlauna á Riga Cup en keppt var í Lettlandi í gær.

Óðinn kastaði lengst 19.06 metra í kúluvarpinu sem dugði honum í annað sæti í keppninni. Heimamaðurinn Maris Urtans sigraði í kúluvarpinu með 19.84 metra kasti.

Óðinn á best 20,22 metra frá því á móti í Hafnarfirði í lok mars. Það kast tryggði honum farseðilinn á Ólympíuleikana í London. Óðinn keppir næst á Demantamóti í Osló á fimmtudagskvöld.

Köst Óðins:

17.82, 18.34, 18.34, 19.06, X, X

Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í þriðja sæti í spjótkastinu. Ásdís kastaði lengst 58.47 metra í lokakasti sínu en það er lengsta kast hennar á árinu. Íslandsmet Ásdísar er 61,37 metrar frá 2009.

Heimakonan Madara Palamenka sigraði með kasti upp á 61.45 metra. Ásdís keppir næst á Demantamóti í New York á laugardaginn.

Köst Ásdísar:

54.11, 54.94, 54.28, X, 54.95, 58.47




Fleiri fréttir

Sjá meira


×