Innlent

Munu opna Boot Camp í Elliðaárdal

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rafstöðvarvegur, þar sem Boot Camp mun vera með starfsemi.
Rafstöðvarvegur, þar sem Boot Camp mun vera með starfsemi.
Eigendur Boot Camp munu geta opnað líkamsræktarstöð í Elliðaárdal í sumar. Þetta var ljóst þegar borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti breytingu á deiliskipulagi að Rafstöðvarvegi 9 og 9a á fundi sínum í gær.

Vísir greindi frá því á dögunum að borgarfulltrúar VG legðust gegn starfsemi Boot Camp í Elliðaárdalnum af ýmsum ástæðum. „Ekki fer vel á því að koma fyrir á þessu svæði líkamsrækt með herbúðasniði, hávaða og yfirbragði sem því fylgir, bílastæðaþröng og mikilli umferð bíla. Finna þarf húsum á svæðinu heppilegra hlutverk í sátt við mannlíf, sögu og náttúrulegt umhverfi," sagði orðrétt í bókun sem Torfi Hjartarson, fulltrúi VG í skipulagsráði, lagði fram.

Í bókun sem Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, lagði fram þegar breytingin var samþykkt á deiluskipulaginu var samþykkt í gær segir að borgarstjórn Reykjavíkur beri fyrst og fremst að standa vörð um umhverfi, lífríki og útivistarmöguleika í Elliðaárdal. Því sé óæskilegt að borgaryfirvöld stuðli með skipulagi að stóraukinni umferð um svæðið og ásókn í bílastæði. Hún telji afar óheppilegt að húsið hafi risið í upphafi, en úr því sem komið er hefði þurft að finna því lágstemmdara hlutverk án mikillar bílaumferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×