Innlent

Gunnar Birgisson íhuga að áfrýja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Birgisson er fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi.
Gunnar Birgisson er fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi.
Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Kópavogs, íhugar alvarlega að áfrýja dómi sem kveðinn var upp yfir honum í gær vegna brota tengdum störfum hans fyrir Lífeyrissjóðinn. Hann var dæmdur til að greiða 150 þúsund krónur fyrir að gefa Fjármálaeftirlitinu villandi upplýsingar um lánveitingar sjóðsins til bæjarsjóðs. Gunnar segist vera saklaus af sakargiftum ríkissaksóknara og hann hafi þar af leiðandi búist við sýknu í öllum ákæruliðum. Hann hafi verið sýknaður af aðalákæruliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×