Innlent

Endasprettur á álfasölunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir að álfasalan gangi vel.
Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir að álfasalan gangi vel.
Álfasalan gengur mjög vel, segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. Salan hófst á mánudag og þá var gengið í hús. Á fimmtudaginn byrjuðu sölumenn svo að fara á opinbera staði til að selja.

„Þetta hefur gengið mjög vel og við reiknum með að það sé mun meiri þátttaka í ár en í fyrra," segir Gunnar Smári. Hann tekur þó fram að þessi fullyrðing sín sé byggð á tilfinningu en ekki tölulegum staðreyndum. Ekki verði hægt að sjá sölutölur fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag þegar byrjað verður að gera upp.

Að sögn Gunnars Smára lýkur sölunni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×