Innlent

Meirihlutinn í Garði fallinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hér má sjá loftmynd af Garði.
Hér má sjá loftmynd af Garði.
Meirihlutinn í sveitastjórninni í Garði er fallinn eftir að Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, ákvað í dag að mynda nýjan meirihluta með L lista og N lista.

Í yfirlýsingu frá Einari Jóni Pálssyni, Brynju Kristjánsdóttur og Gísla Heiðarssyni sem mynduðu meirihluta með Kolfinnu segja þau að ljóst sé að bæjarfulltrúinn Kolfinna S. Magnúsdóttir byggi ákvörðun sína á persónum - ekki pólitík. Enginn ágreiningur hafi verið um málefni.

„Sjálfstæðisflokkurinn fékk 55% atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og því afar sterkt umboð til að vinna að erfiðum málum í sveitarfélaginu," segja þau í yfirlýsingunni og bæta við að þau séu ánægð með þau verkefni sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið að á kjörtímabilinu í afar erfiðu árferði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×