Innlent

Stormur á landinu öllu

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Stormur verður á öllu landinu í dag en samkvæmt viðvörun frá Veðurstofu Íslands er búist við vindhviðum allt að 23 metrum á sekúndu með hvössum vindhviðum hlémegin fjalla, einkum suðaustan til á landinu seint í dag. Hríðaveður verður á Vestfjörðum og krapi og slydda verður í byggð norðan- og austanlands en þar mun frysta. Gera má ráð fyrir snörpum vindhviðum 30-40 m/s á sunnanverðu Snæfellsnesi, einkum í Staðarsveit, fram á kvöld og einnig á Kjalarnesi 30-35 m/s frá því um miðjan dag og fram á kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×