Innlent

Öllu flugi til Ísafjarðar og Egilsstaða aflýst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugi Flugfélags Íslands á milli Egilsstaða og Reykjavíkur og á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur hefur verið aflýst vegna veðurs. Athugað verður með flug milli Ísafjarðar Reykjavíkur klukkan sjö á morgun. Á Egilsstöðum var fimleikamót sem átti að ljúka í kvöld. Þeir sem ekki komast til síns heima fá inni í Menntaskólanum á Egilsstöðum á meðan. Flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Akureyrar eru í eðlilegu horfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×