Innlent

Lést í hlíðum Esjunnar

Karlmaður sem var á göngu í Esjunni í dag varð bráðkvaddur uppi á fjallinu. Eins og greint var frá í fréttum í dag var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út auk sjúkraflutningamanna og björgunarsveitamanna. Þyrlan gat ekki athafnað sig vegna óveðurs. Maðurinn var því borinn niður. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á slysadeild Landspítalans var hann látinn þegar þangað var komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×