Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi ekki lengur fjarlægur möguleiki Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. maí 2012 17:00 Evrópuþingið mun í næsta mánuði fjalla um lagareglur sem heimila Evrópusambandinu að beita Ísland viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar. Talsmaður sjávarútvegsstjóra ESB segir að þótt Evrópuþingið samþykki reglurnar sé ekki sjálfgefið að þeim verði beitt. Drög að reglugerð um viðskiptaþvinganir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar hafa verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins. Á grundvelli þessarar reglugerðar, ef hún verður að veruleika, mun Evrópusambandið geta sett löndunarbann, viðskiptabann og hafnarbann á þau ríki sem sambandið telur stunda ósjálfbærar veiðar, ekki bara vegna viðskipta með makríl heldur almennt vegna sjávarafurða. ESB gæti á grundvelli þessarar heimildar sett viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Talsmaður sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins segir að markmið sambandsins hafi alltaf verið að ná samkomulagi við Ísland og Færeyjar í makríldeilunni. „Það sem er í undirbúningi núna er almenn reglugerð sem tengist ekki sérstaklega makríl," segir Oliver Drewes, talsmaður Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Já, en ef viðskiptabann verður sett á á grundvelli þessarar reglugerðar mun það ekki brjóta gegn einni af grunnstoðum EES-samningsins, sem Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa við Evrópusambandið, um frjálst vöruflæði? „Reglugerðin fjallar um það að ef þriðja ríki brýtur reglur um sjálfbærni í fiskveiðum, hvaða ríki sem það er, en þú ert sérstaklega að tala um Ísland, gæti það staðið frammi fyrir refsiaðgerðum vegna hennar," segir Drewes. Hann svarar spurningunni ekki beint, hvort reglugerðin brjóti ekki gegn fjórfrelsinu. Hvenær gæti þessi reglugerð komið fram, í fyrsta lagi? „Það fer eftir þróun mála á Evrópuþinginu, þ.e.a.s. hvenær þingið greiðir atkvæði um þetta. Mér skilst að sérstök nefnd hafi greitt atkvæði um hana og samþykkt hana samhljóða." Drewes vitnar til þess að reglugerðin hafi verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins, þar sem hún var samþykkt. Reglugerðin verður til umfjöllunar á sjálfu Evrópuþinginu í júní næstkomandi. Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi eru þar með ekki lengur fjarlægur möguleiki, ef þingið samþykkir þessar reglur í júní. Oliver Drewes segir hins vegar mikilvægt að hafa í huga að þótt heimildin verði lögfest sé ekki sjálfgefið að henni verði beitt gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum. Tengdar fréttir Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30 Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Evrópuþingið mun í næsta mánuði fjalla um lagareglur sem heimila Evrópusambandinu að beita Ísland viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar. Talsmaður sjávarútvegsstjóra ESB segir að þótt Evrópuþingið samþykki reglurnar sé ekki sjálfgefið að þeim verði beitt. Drög að reglugerð um viðskiptaþvinganir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar hafa verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins. Á grundvelli þessarar reglugerðar, ef hún verður að veruleika, mun Evrópusambandið geta sett löndunarbann, viðskiptabann og hafnarbann á þau ríki sem sambandið telur stunda ósjálfbærar veiðar, ekki bara vegna viðskipta með makríl heldur almennt vegna sjávarafurða. ESB gæti á grundvelli þessarar heimildar sett viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Talsmaður sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins segir að markmið sambandsins hafi alltaf verið að ná samkomulagi við Ísland og Færeyjar í makríldeilunni. „Það sem er í undirbúningi núna er almenn reglugerð sem tengist ekki sérstaklega makríl," segir Oliver Drewes, talsmaður Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Já, en ef viðskiptabann verður sett á á grundvelli þessarar reglugerðar mun það ekki brjóta gegn einni af grunnstoðum EES-samningsins, sem Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa við Evrópusambandið, um frjálst vöruflæði? „Reglugerðin fjallar um það að ef þriðja ríki brýtur reglur um sjálfbærni í fiskveiðum, hvaða ríki sem það er, en þú ert sérstaklega að tala um Ísland, gæti það staðið frammi fyrir refsiaðgerðum vegna hennar," segir Drewes. Hann svarar spurningunni ekki beint, hvort reglugerðin brjóti ekki gegn fjórfrelsinu. Hvenær gæti þessi reglugerð komið fram, í fyrsta lagi? „Það fer eftir þróun mála á Evrópuþinginu, þ.e.a.s. hvenær þingið greiðir atkvæði um þetta. Mér skilst að sérstök nefnd hafi greitt atkvæði um hana og samþykkt hana samhljóða." Drewes vitnar til þess að reglugerðin hafi verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins, þar sem hún var samþykkt. Reglugerðin verður til umfjöllunar á sjálfu Evrópuþinginu í júní næstkomandi. Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi eru þar með ekki lengur fjarlægur möguleiki, ef þingið samþykkir þessar reglur í júní. Oliver Drewes segir hins vegar mikilvægt að hafa í huga að þótt heimildin verði lögfest sé ekki sjálfgefið að henni verði beitt gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum.
Tengdar fréttir Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30 Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30
Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00