Innlent

Iðnaðarráðherra óskar eftir íbúðaskiptum

Katrín Júlíusdóttir ásamt fjölskyldu sinni.
Katrín Júlíusdóttir ásamt fjölskyldu sinni.
Hótelkostnaður Íslendinga, sem eru staddir erlendis, hækkaði snarlega eftir hrunið með tilheyrandi gengisfellingu krónunnar. Það gerði það að verkum að útsjónarsamir Íslendingar hafa stundum óskað eftir íbúðarskiptum erlendis í sumarfríinu. Fjölmargar netsíður bjóða upp á slíka kosti og hefur slíkt verið mjög vinsælt á Norðurlöndunum síðasta áratuginn.

Líklega er þó sjaldgæfara að viðkomandi bjóðist að eyða sumarfríinu á ráðherraheimili, en þannig lýsir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, eftir aðilum sem væru tilbúnir að leyfa fjölskyldu hennar að gista á heimili sínu yfir jólin, gegn því að viðkomandi komi til landsins og gisti á ráðherraheimilinu. Katrín er í barneignaleyfi og því ekki starfandi ráðherra.

Katrín setti eftirfarandi auglýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld:

„Við fjölskyldan vorum að fá þá frábæru hugmynd að kanna möguleikana á íbúðaskiptum næstu jól og áramót. Er einhver ykkar sem býr erlendis til í að skipta við okkur eða þekkið þið einhvern sem vill koma heim næstu jól?? Sendið mér endilega skilaboð í inboxið!"

Ekki er ólíklegt að það hlaupi á snærið hjá ráðherranum en hún á um fimm þúsund vini á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×