Innlent

Vill að þjóðin kjósi um aðildarviðræður að ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svandís vill kjósa um aðild að Evrópusambandinu.
Svandís vill kjósa um aðild að Evrópusambandinu. mynd/ valli.
Þjóðin þarf að fá að taka afstöðu um aðild að evrópusambandinu fyrir næstu þingkosningar, jafnvel þótt aðildarsamningur liggi þá ekki fyrir. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

„Það er að segja að þjóðin fái að taka afstöðu til þeirra efnislegu þátta sem þá liggja fyrir í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins því það er ótækt að draga það ferli meira á langinn en svo og þjóðin þarf að koma að því máli. Því miður er ekki endilega útlit fyrir það að við verðum með samning í höndunum en þjóðin þarf sannarlega á þessu kjörtímabili að fá aðkomu að því að geta tekið afstöðu til aðildar að evrópusambandinu. Ég held að það sé mikilvægt fyrir framtíðina,“ sagði Svandís á Alþingi. Svandís sagði að staða Evrópu væri mjög flókin og vandasöm og vandséð að það sé skynsamlegt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið núna.

Það var Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði Svandísi út í afstöðu hennar í málinu. Eftir að Svandís hafði svarað sagði Illugi að yfirlýsingar hennar fælu í sér stórpólitísk tíðindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×