Enski boltinn

Liam Gallagher: Maradona tók í hönd Guðs

Rokkstjarnan Liam Gallagher stal senunni á fundi með fréttamönnum eftir 1-0 sigur Manchester City gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tónlistarmaðurinn úr hljómsveitinni Oasis er harður stuðningsmaður Man City og hann gerði sér lítið fyrir eftir leikinn og settist í stól sem ætlaður var Roberto Mancini knattspyrnustjóra Man City á fréttamannafundinum eftir leik. Og þar lét hann allt flakka.

„Ferguson hlýtur að hafa fengið sér aðeins of mikið viskí," sagði Gallagher og hrósaði Mancini í hástert. „Ég elska Mancini, hann er næstum því eins svalur og ég," bætti hann við og yfirgaf svæðið. Á leiðinni út mætti hann fyrirliða Man City Vincent Kompany sem skoraði sigurmarkið. Gallagher faðmaði belgíska landsliðsmanninn og sagði „Lifi Belgía".

Á twitter síðu Gallagher má sjá mynd þar sem hann er að heilsa Diego Maradona sem var einnig á leiknum. Sjálfstraustið lekur af Gallagher í myndatextanum þar sem hann skrifaði; „Maradona tekur í hönd Guðs."


Tengdar fréttir

Barry: Ekki búnir að vinna neitt

Gareth Barry, miðjumaður Man. City, átti flottan leik í kvöld en var með báðar fætur á jörðinni eftir frábæran sigur City á Man. Utd í kvöld.

Suarez leikmaður umferðarinnar | öll tilþrifin úr 36. umferð á Vísi

Luis Suarez framherji Liverpool er leikmaður 36. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði þrennu í 3-0 sigri liðsins gegn Norwich um helgina. Á sjónvarpshluta Vísis eru ýmsar samantektir frá ensku úrvalsdeildinni eftir síðustu umferð. Mörk umferðarinnar, lið umferðarinnar ásamt hápunktunum úr leik Man City og Man Utd sem fram fór í gær.

Kompany skallaði Man. City á toppinn

Man. City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. City vann stórslaginn um Manchester-borg í kvöld og komst með sigrinum í toppsætið á betri markamun.

Kompany vill læti á vellinum

Vincent Kompany hefur hvatt þá stuðningsmenn Manchester City sem ætla að mæta á leikinn mikilvæga gegn Manchester United í kvöld að hafa eins hátt og mögulegt er.

Carrick: Tímabilið klárast ekki í kvöld

Michael Carrick, leikmaður Manchester United, segir að leikurinn við Manchester City í kvöld verði mikilvægur en muni þó ekki endilega hafa úrslitaáhrif á titilbaráttuna.

Mancini: United á enn meiri möguleika á titlinum en við

Roberto Mancini, stjóri Man. City, vakti mikla furðu blaðamanna eftir sigur sinna manna í kvöld því hann sagði að Man. Utd stæði enn betur að vígi í toppbaráttunni. Jafnvel þó svo City sé komið á toppinn.

Sunnudagsmessan: Sammy Lee hrósar Roberto Di Matteo

Chelsea hefur náð frábærum úrslitum í ensku úrvalsdeildinni á undanförnum vikum og er liðið einnig komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu og ensku bikarkeppninnar. Roberto Di Matteo knattspyrnustjóri Chelsea og forveri hans, Andre Villas Boas, voru umræðuefni í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Þar fór gestur þáttarins, Sammy Lee, fyrrum leikmaður Liverpool yfir stöðuna hjá Chelsea ásamt Guðmundi Benediktssyni og Hjörvari Hafliðasyni.

Ferguson: City er komið í bílstjórasætið

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var súr eftir tapið gegn Man. City í kvöld en viðurkenndi að United hefði tapað gegn betra liði að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×