Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Sammy Lee ráðleggur Gylfa að vera áfram í Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær. Englendingurinn Sammy Lee, fyrrum leikmaður Liverpool, var gestur þáttarins og hann hefur líkt og aðrir tekið eftir Gylfa í vetur með Swansea.

„Við vissum það að Gylfi er frábær leikmaður, hann sýndi það hjá Reading en hann virtist ekki njóta sín hjá Hoffenheim. Að mínu mati hentar Swansea honum vel hann nýtur þess að spila," sagði Sammy Lee m.a. í þættinum.

Lee telur að það væri ekki slæmur kostur fyrir Gylfa að vera áfram í hebúðum Swansea. „Hann nýtur þess að spila með þessu liði og með Brendan Rogers sem knattspyrnustjóra. Ég myndi ráðleggja honum að vera áfram," bætti Sammy Lee við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×