Enski boltinn

Kompany átti ekki von á því að skora sigurmarkið

Kompany skorar hér markið mikilvæga.
Kompany skorar hér markið mikilvæga.
Markaskorari Man. City í kvöld, Vincent Kompany, var afar kátur eftir leikinn enda City komið á toppinn.

"Ég er eiginlega í geðshræringu. Þetta var frábært. Við erum búnir að bíða eftir þessu augnabliki. Það er samt langt í land enn þá. Það var samt frábært að gefa stuðningsmönnunum tvo sigra á Man. Utd í vetur. Nú verðum við að klára þetta," sagði Kompany.

"Ég man að einhver sendi mér sms fyrir leikinn og sagði að ég myndi skora sigurmarkið. Ég taldi hann vera geðbilaðan að halda það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×