Enski boltinn

Mancini: United á enn meiri möguleika á titlinum en við

Mancini og Ferguson rífast í kvöld.
Mancini og Ferguson rífast í kvöld.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, vakti mikla furðu blaðamanna eftir sigur sinna manna í kvöld því hann sagði að Man. Utd stæði enn betur að vígi í toppbaráttunni. Jafnvel þó svo City sé komið á toppinn.

"Það hefur ekkert breyst. United stendur betur að vígi en við sjáum til hvernig staðan verður á sunnudag. Við eigum tvo erfiða leiki eftir en United á tvo auðvelda. Þess vegna eru möguleikar þeirra meiri," sagði Mancini en staða City er einföld. Vinni liðið sína leiki er það meistari.

"Ég var mjög ánægður með leik minna manna. Við vörðumst vel og United fékk ekki færi í leiknum. Við áttum skilið að vinna. United varðist allan leikinn og spilaði upp á jafntefli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×