Innlent

Lynch á Skype í Gamla bíói

David Lynch.
David Lynch.
„Þessi samkoma er fyrir alla þá sem hafa áhuga á innhverfri íhugun eða hafa lært hana," segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, um dagskrá um innhverfa íhugun í Gamla bíói.

„Þessi samkoma er fyrir alla þá sem hafa áhuga á innhverfri íhugun eða hafa lært hana," segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, um dagskrá um innhverfa íhugun í Gamla bíói í kvöld þar sem David Lynch ávarpar viðstadda í gegnum samskiptaforitið Skype.

Fyrir þremur árum kom kvikmyndaleikstjórinn David Lynch hingað til lands í þeim tilgangi að kynna innhverfa íhugun fyrir Íslendingum í kjölfar bankahrunsins. „David hafði lofað mér að koma til Íslands fyrir 20 árum. Árið 2009 var ég að tala við hann í síma héðan og hann ákvað að koma við í Evrópuferð sinni sem var í vikunni á eftir," segir Sigurjón.

Lynch staldraði aðeins við í tvo daga, en hélt þó vel sóttan fyrirlestur í Háskólabíói um innhverfa íhugun. „David vildi bjóða Íslendingum aðstoð við að leita inn á við og takast þannig á við stressið sem fylgdi hruninu," segir Sigurjón.

Í kjölfar heimsóknar hans hafa um 1.400 manns lært innhverfa íhugun á námskeiðum Íslenska íhugunarfélagsins en David Lynch stofnunin styrkti formlegra starfsemi þess hérlendis um 25 milljónir. Innhverf íhugun er sérstök tegund af hugleiðslu sem Maharishi Mahesh Yogi þróaði og stílaði inn á fólk í Vesturheimi sem ætti oft erfitt með að komast í hið hefðbundna hugleiðsluástand en samkvæmt Sigurjóni stundar hana fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. -trs


Tengdar fréttir

Innhverf íhugun Lynch til bjargar Íslandi í kreppu

Lynch hefur að eigin sögn stundað innhverfa íhugun frá árinu 1973. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að því að kynna þessa hugleiðslutækni fyrir öllum heiminum, flogið heimshornanna á milli og flutt fagnaðarerindið. Heimildarmynd um ferðir hans er í vinnslu og hann útilokar ekki að Íslandsheimsóknin rati þar inn.

Myndi hafa áhrif ef 1% þjóðarinnar stunduðu innhverfa íhugun

Kvikmyndaleikstjórinn David Lynch segir að ef aðeins eitt prósent Íslendinga legðu stund á innhverfa íhugun myndi það hafa stórkostleg áhrif á hag og uppgang þjóðarinnar. Þetta sagði Lynch á blaðamannafundi sem haldinn var í Ráðhúsinu fyrir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×