Innlent

Myndi hafa áhrif ef 1% þjóðarinnar stunduðu innhverfa íhugun

Kvikmyndaleikstjórinn David Lynch segir að ef aðeins eitt prósent Íslendinga legðu stund á innhverfa íhugun myndi það hafa stórkostleg áhrif á hag og uppgang þjóðarinnar. Þetta sagði Lynch á blaðamannafundi sem haldinn var í Ráðhúsinu fyrir hádegi.

Lynch segir að innhverf íhugun leysi úr læðingi allan þann kraft sem búi innra með fólki og geri því kleift að fullnýta alla sína möguleika. Margföldunaráhrifin segðu til sín jafnvel þótt þeir sem stunduðu íhugun færu ekki út á götu til þess að predika boðskapinn. Hann líkti þessu við að kveikt væri á götuljósi í dimmu sundi. Það lýsti leiðina þótt þar væru engin önnur ljós.

Lynch er þekktur fyrir að hafa staðið að baki Twin Peaks sjónvarpsþáttunum, og kvikmyndum á borð við Wild at Heart og Elephant man.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×