Innhverf íhugun Lynch til bjargar Íslandi í kreppu 30. apríl 2009 08:00 David Lynch er viss um að innhverf íhugun geti komið Íslendingum að góðum notum nú um stundir. Hann heldur fyrirlestur í Háskólabíói á laugardaginn klukkan 14. Þar er ókeypis aðgangur.Nordicphotos/Getty „Ég hlakka mikið til, er búinn að vera á leiðinni í yfir tuttugu ár,“ segir kvikmyndaleikstjórinn David Lynch. Hann er væntanlegur til landsins á föstudaginn og hyggst flytja fyrirlestur um innhverfa íhugun, eða transcendental meditation eins og hún kallast á ensku. Lynch hefur að eigin sögn stundað innhverfa íhugun frá árinu 1973. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að því að kynna þessa hugleiðslutækni fyrir öllum heiminum, flogið heimshornanna á milli og flutt fagnaðarerindið. Heimildarmynd um ferðir hans er í vinnslu og hann útilokar ekki að Íslandsheimsóknin rati þar inn. „Mér skilst að Sigurjón [Sighvatsson] ætli að vera með tökulið og þetta gæti vel ratað inn,“ segir Lynch en þegar Fréttablaðið náði tali af honum var leikstjórinn staddur í París, í óða önn að búa sig undir Íslandsferðina. Að sögn Lynch getur innhverf íhugun komið Íslendingum að góðum notum í þeirri efnahagskreppu sem nú ríkir, því tæknin eykur möguleika mannskepnunnar á að nýta alla þá orku sem býr innra með henni. „Innhverf íhugun gerir þér kleift að vekja hinn meðvitaða huga til meðvitundar um óendanlega möguleika sína og leysa úr læðingi allan þann kraft sem býr innra með okkur. Í raun má segja að innhverf íhugun hjálpi mannskepnunni að fullnýta alla sína möguleika,“ útskýrir Lynch og bætir því við að samkvæmt kenningunni þurfi aðeins eitt prósent þjóðarinnar að stunda þessa hugleiðslutækni þrisvar á dag til að hún hafi áhrif út á við. „Þar sem þið Íslendingar eruð fámenn þjóð þyrftu því tiltölulega fáir einstaklingar að meðtaka þetta og sinna,“ segir Lynch, sannfærður um að tæknin komi Íslendingum að góðum notum. Leikstjórinn er síður en svo eini þekkti einstaklingurinn sem hefur hallað sér að innhverfri íhugun. Hreyfingin er runnin undan rótum gúrúsins Maharishi Mahesh Yogi sem kom með hana til Bretlands árið 1958. Hún vakti heimsathygli þegar Bítlarnir gengu henni á hönd og bæði Paul McCartney og Ringo Starr hafa stutt dyggilega við bakið á Lynch Foundation, sjóð sem er hugsaður til þess að veita henni brautargengi sem víðast. Lynch sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig dagskrá sinni væri háttað hér á landi, hún væri þó þéttskipuð og hann var efins um hvort honum tækist að sjá eitthvað fyrir utan borgarmörkin. „En ég reikna fastlega með því að koma hingað aftur,“ segir Lynch. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Ég hlakka mikið til, er búinn að vera á leiðinni í yfir tuttugu ár,“ segir kvikmyndaleikstjórinn David Lynch. Hann er væntanlegur til landsins á föstudaginn og hyggst flytja fyrirlestur um innhverfa íhugun, eða transcendental meditation eins og hún kallast á ensku. Lynch hefur að eigin sögn stundað innhverfa íhugun frá árinu 1973. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að því að kynna þessa hugleiðslutækni fyrir öllum heiminum, flogið heimshornanna á milli og flutt fagnaðarerindið. Heimildarmynd um ferðir hans er í vinnslu og hann útilokar ekki að Íslandsheimsóknin rati þar inn. „Mér skilst að Sigurjón [Sighvatsson] ætli að vera með tökulið og þetta gæti vel ratað inn,“ segir Lynch en þegar Fréttablaðið náði tali af honum var leikstjórinn staddur í París, í óða önn að búa sig undir Íslandsferðina. Að sögn Lynch getur innhverf íhugun komið Íslendingum að góðum notum í þeirri efnahagskreppu sem nú ríkir, því tæknin eykur möguleika mannskepnunnar á að nýta alla þá orku sem býr innra með henni. „Innhverf íhugun gerir þér kleift að vekja hinn meðvitaða huga til meðvitundar um óendanlega möguleika sína og leysa úr læðingi allan þann kraft sem býr innra með okkur. Í raun má segja að innhverf íhugun hjálpi mannskepnunni að fullnýta alla sína möguleika,“ útskýrir Lynch og bætir því við að samkvæmt kenningunni þurfi aðeins eitt prósent þjóðarinnar að stunda þessa hugleiðslutækni þrisvar á dag til að hún hafi áhrif út á við. „Þar sem þið Íslendingar eruð fámenn þjóð þyrftu því tiltölulega fáir einstaklingar að meðtaka þetta og sinna,“ segir Lynch, sannfærður um að tæknin komi Íslendingum að góðum notum. Leikstjórinn er síður en svo eini þekkti einstaklingurinn sem hefur hallað sér að innhverfri íhugun. Hreyfingin er runnin undan rótum gúrúsins Maharishi Mahesh Yogi sem kom með hana til Bretlands árið 1958. Hún vakti heimsathygli þegar Bítlarnir gengu henni á hönd og bæði Paul McCartney og Ringo Starr hafa stutt dyggilega við bakið á Lynch Foundation, sjóð sem er hugsaður til þess að veita henni brautargengi sem víðast. Lynch sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig dagskrá sinni væri háttað hér á landi, hún væri þó þéttskipuð og hann var efins um hvort honum tækist að sjá eitthvað fyrir utan borgarmörkin. „En ég reikna fastlega með því að koma hingað aftur,“ segir Lynch. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira