Segir viðbrögð ríkisstjórnarinnar dýrkeyptari en hrunið Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 28. apríl 2012 20:00 Formaður Framsóknarflokksins segir forsætisráðherra leggja sig fram við að skapa klofning meðal þjóðarinnar. Hann segir tjónið af núverandi ríkisstjórn vera meira en tjónið af hruninu öllu. Framsóknarflokkurinn hélt miðstjórnarfund í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Í ræðu sinni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og sagði að henni hafi mistekist að bæta hag þjóðarinnar. „Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu, þau klikkuðu á því að taka á lánamálum heimilanna, fjárfesting fór í sögulegt lágmark, atvinnuleysi hefur aukist meira en það þurfti að gera - þegar allt kemur saman þá er það tjón meira en nam hruninu sjálfu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Honum finnst orðræða stjórnvalda hafa afvegaleitt rökræðuna og ber hana saman við málflutning íslenskra kommúnista á millistríðsárunum. „Þegar meira að segja forsætisráðherra leggur sig fram við það að skapa klofning frekar en samstöðu og lýsir heilu stéttunum sem glæpamönnum, jafnvel undirstöðustéttum í samfélaginu, eins og í sjávarútvegi, það er ekki til þess fallið að byggja upp eða efla samfélagið," segir Sigmundur Davíð. Þá segir hann að nú, þegar ár er í kosningar, sé mikilvægt að halda vel á málum. „Maður er svo sem hættur að gera ráð fyrir að þessi ríkisstjórn falli, hún virðist ætla að sitja sama þó það gangi ekkert að innleiða stefnuna og stundum er bara gott að stefnan hafi ekki verið innleidd, en ég sé fyrir mér og vona að við munum nýta þetta ár í rökræðu um hvað eigi að taka við eftir kosningar og þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu," segir Sigmundur og bætir við: „Við viljum skapa festu við stjórn landsins og það sem ég tala töluvert um að ég hefði áhyggjur af það er hversu mikið orðræðan er notuð til að afvegaleiða rökræðuna; það er verið nota mjög fögur orð en raunverulegar efndir eru mjög takmarkaðar." Hann segir áhuga á fjárfestingum hafa verið mjög mikinn en engu að síður sé fjárfesting í sögulegu lágmarki. „Eingöngu vegna þess að stefna stjórnvalda, ekki hvað síst í skattamálum og orkumálum, er slík að það kemur í veg fyrir að öll þessi verkefni fari af stað." Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir forsætisráðherra leggja sig fram við að skapa klofning meðal þjóðarinnar. Hann segir tjónið af núverandi ríkisstjórn vera meira en tjónið af hruninu öllu. Framsóknarflokkurinn hélt miðstjórnarfund í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Í ræðu sinni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og sagði að henni hafi mistekist að bæta hag þjóðarinnar. „Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu, þau klikkuðu á því að taka á lánamálum heimilanna, fjárfesting fór í sögulegt lágmark, atvinnuleysi hefur aukist meira en það þurfti að gera - þegar allt kemur saman þá er það tjón meira en nam hruninu sjálfu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Honum finnst orðræða stjórnvalda hafa afvegaleitt rökræðuna og ber hana saman við málflutning íslenskra kommúnista á millistríðsárunum. „Þegar meira að segja forsætisráðherra leggur sig fram við það að skapa klofning frekar en samstöðu og lýsir heilu stéttunum sem glæpamönnum, jafnvel undirstöðustéttum í samfélaginu, eins og í sjávarútvegi, það er ekki til þess fallið að byggja upp eða efla samfélagið," segir Sigmundur Davíð. Þá segir hann að nú, þegar ár er í kosningar, sé mikilvægt að halda vel á málum. „Maður er svo sem hættur að gera ráð fyrir að þessi ríkisstjórn falli, hún virðist ætla að sitja sama þó það gangi ekkert að innleiða stefnuna og stundum er bara gott að stefnan hafi ekki verið innleidd, en ég sé fyrir mér og vona að við munum nýta þetta ár í rökræðu um hvað eigi að taka við eftir kosningar og þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu," segir Sigmundur og bætir við: „Við viljum skapa festu við stjórn landsins og það sem ég tala töluvert um að ég hefði áhyggjur af það er hversu mikið orðræðan er notuð til að afvegaleiða rökræðuna; það er verið nota mjög fögur orð en raunverulegar efndir eru mjög takmarkaðar." Hann segir áhuga á fjárfestingum hafa verið mjög mikinn en engu að síður sé fjárfesting í sögulegu lágmarki. „Eingöngu vegna þess að stefna stjórnvalda, ekki hvað síst í skattamálum og orkumálum, er slík að það kemur í veg fyrir að öll þessi verkefni fari af stað."
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira