Innlent

Mikill verðmunur á fiski milli fiskverslana

Verðmunur á fiski reyndist hátt í 160 prósent milli fiskverslana á höfuðborgarsvæðinu þegar verðlagseftirlit ASÍ gerði könnun á fiskverði í 23 fiskbúðum um allt land fyrr í vikunni.

Sá munur var á eldislaxi í sneiðum þar sem kílóaverðið í Litlu fiskbúðinni í Miðvangi í Hafnarfirði var heilum 14 hundruð krónum lægra en í Melabúðinni við Hagamel.

Litla fiskbúðin var auk þess með lægsta verðið á 15 af 25 tegundum og fiskbúðin við Trönuhraun í Hafnarfirði kom næstbest út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×