Innlent

Sigmaður gæslunnar fékk í sig straum

Blossinn sést greinilega á þessari mynd sem gæslumenn tóku á æfingunni.
Blossinn sést greinilega á þessari mynd sem gæslumenn tóku á æfingunni.
Sá óvenjulegi atburður varð við æfingar hjá Landhelgisgæslunni á dögunum að mikið stöðurafmagn myndaðist þegar þyrla var við æfingar á ytri höfn Reykjavíkur í röku lofti og hundslappadrífu. Á heimasíðu gæslunnar segir að afar sjaldgæft sé að svo mikið stöðurafmagn myndist en það þekkist þó í ákveðnum veðurfarslegum skilyrðum þrátt fyrir jarðtengivír sem notaður er til varnar þessum aðstæðum.

"Ákveðið var að hverfa um sinn frá æfingunni, sem var með Slysavarnaskóla sjómanna. Að sjálfsögðu sakaði engan og engin hætta var á ferðum þrátt fyrir að óþægilegt sé að fá í sig stöðurafmagnið."

Á meðfylgjandi myndskeiði sést glöggt þegar blossi kemur í jarðtengivír þyrlunnar. "Sigmaður þyrlunnar hangir í vírnum sem á að sjá til þess að hleypa stöðurafmagninu úr vélinni til jarðar. Í þessum aðstæðum var spennan orðin svo mikil að jarðtengivírinn dugði ekki að öllu leyti og fékk sigmaðurinn í gegnum sig straum, einnig fundu aðrir áhafnameðlimir fyrir þessu t.d. spilmaðurinn sem hélt um spilvírinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×