Skoða rammalöggjöf um starfsemi fjármálafyrirtækja Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 23. mars 2012 19:00 Rammalöggjöf um alla starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja og fjármálastöðugleikaráð er meðal hugmynda sem starfshópur á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins mun skoða á næstu mánuðum. Ráðherra vonast til að með slíkum aðgerðum megi styrkja fjármálakerfið og koma í veg fyrir annað hrun. Efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti í dag skýrslu um framtíðarskipan íslenska fjármálakerfisins og opinbert eftirlit með því. Í skýrslunni er farið yfir orsakir hrunsins og fjármálakreppuna í kjölfar þess í alþjóðlegu samhengi. Þá hefur ráðherra skipað þriggja manna sérfræðingahóp sem mun fara yfir skýrsluna og leggja fram tillögur til frumvarps fyrir næsta haustþing um samræmda heildarlöggjöf. „Til þess að koma í veg fyrir að það geti nokkurn tímann aftur gert að fjármálakerfi fúi að innan, vaxi okkur yfir höfuð og hrynji síðan yfir okkur, það má aldrei gerast aftur og þetta er liður í þeirri vinnu að það svo verði," segir Steingrímur J. Sigfússon. Hann segir eitt einkenni hrunsins vera að eftirlit með fjármálakerfinu var of mikið miðað við einstaka einingar þegar í raun var heildarkerfið ekki í lagi. „En kannski voru brotalamirnar ekki síst í því að stjórnvöld, löggjafi og framkvæmdavald voru ekki í þeim skipulagslegu tengslum sem þurfti og ábyrgðin lá á mörgum stöðum," segir Steingrímur. Meðal hugmynda í skýrslunni eru regnhlífarlög allra fjármálafyrirtækja til að tryggja að sömu ákvæði gildi um alla. Eftirlit með slíkum lögum væri þá í höndum svokallaðs stöðugleikaráðs. „Þarna þurfa aðilar að geta komið saman eins og ráðuneyti, FME, Seðlabanki og jafnvel fleiri sem geta á slíkum vettvangi sameiginlega metið stöðuna," segir Steingrímur og bætir við: „Það er ein af hugmyndunum sem þarna er reifuð að sett verði regnhlífarlög sem taka sérstaklega á og ganga frá því hver ber ábyrgð á fjármálastöðugleika hver hefur frumkvæðisskyldu og aðgerðarskyldu gagnvart þeim hlutum, hvernig vinnur kerfið saman og allar upplýsingar komi saman á einn stað þar sem einhver myndugur aðili getur tekið það saman og fylgst með því nú vitum við að það er ekki nóg að fylgjast með hverri stofnun fyrir sig ef allur skógurinn er sýktur." Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Rammalöggjöf um alla starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja og fjármálastöðugleikaráð er meðal hugmynda sem starfshópur á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins mun skoða á næstu mánuðum. Ráðherra vonast til að með slíkum aðgerðum megi styrkja fjármálakerfið og koma í veg fyrir annað hrun. Efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti í dag skýrslu um framtíðarskipan íslenska fjármálakerfisins og opinbert eftirlit með því. Í skýrslunni er farið yfir orsakir hrunsins og fjármálakreppuna í kjölfar þess í alþjóðlegu samhengi. Þá hefur ráðherra skipað þriggja manna sérfræðingahóp sem mun fara yfir skýrsluna og leggja fram tillögur til frumvarps fyrir næsta haustþing um samræmda heildarlöggjöf. „Til þess að koma í veg fyrir að það geti nokkurn tímann aftur gert að fjármálakerfi fúi að innan, vaxi okkur yfir höfuð og hrynji síðan yfir okkur, það má aldrei gerast aftur og þetta er liður í þeirri vinnu að það svo verði," segir Steingrímur J. Sigfússon. Hann segir eitt einkenni hrunsins vera að eftirlit með fjármálakerfinu var of mikið miðað við einstaka einingar þegar í raun var heildarkerfið ekki í lagi. „En kannski voru brotalamirnar ekki síst í því að stjórnvöld, löggjafi og framkvæmdavald voru ekki í þeim skipulagslegu tengslum sem þurfti og ábyrgðin lá á mörgum stöðum," segir Steingrímur. Meðal hugmynda í skýrslunni eru regnhlífarlög allra fjármálafyrirtækja til að tryggja að sömu ákvæði gildi um alla. Eftirlit með slíkum lögum væri þá í höndum svokallaðs stöðugleikaráðs. „Þarna þurfa aðilar að geta komið saman eins og ráðuneyti, FME, Seðlabanki og jafnvel fleiri sem geta á slíkum vettvangi sameiginlega metið stöðuna," segir Steingrímur og bætir við: „Það er ein af hugmyndunum sem þarna er reifuð að sett verði regnhlífarlög sem taka sérstaklega á og ganga frá því hver ber ábyrgð á fjármálastöðugleika hver hefur frumkvæðisskyldu og aðgerðarskyldu gagnvart þeim hlutum, hvernig vinnur kerfið saman og allar upplýsingar komi saman á einn stað þar sem einhver myndugur aðili getur tekið það saman og fylgst með því nú vitum við að það er ekki nóg að fylgjast með hverri stofnun fyrir sig ef allur skógurinn er sýktur."
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira