Innlent

Þjófar fótgangandi með flatskjá

Tveir menn stálu flatskjá úr versluninni Nettó í Mjóddinni á áttunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglan fékk tilkynningu um að mennirnir væru fótgangandi á leið í Kópavog og voru handteknir stuttu síðar á Smiðjuvegi. Þeir voru vistaðir í fangageymslu á meðan mál þeirra var rannsakað en var svo sleppt að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×