Kristrún Heimisdóttir: Þurfum þjóðaröryggisráð Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. mars 2012 19:00 Kristrún Heimisdóttir. Ísland þarf að koma á fót þjóðaröryggisráði svo stórfelldir þjóðarhagsmunir séu ekki leiddir til lykta í skítkasti dægurpólitíkur. Þetta segir lektor í lögfræði sem starfaði innan stjórnsýslunnar í kringum hrunið. Hún telur það alvarlegan galla á íslensku stjórnkerfi hvernig upplýsingum hefur verið haldið frá fólki sem þurfi á þeim að halda. „Það sýnir mjög vel hvað við erum skrýtin að þessu leyti, að þegar herinn fór þá fréttu forystumenn stjórnarandstöðunnar það klukkan hálf sex og hálftíma síðar var það komið í fréttirnar," segir Kristrún og tekur sem dæmi um hvernig mikilvægum upplýsingum sé haldið á fárra manna vitorði í íslensku stjórnkerfi. Það telur hún grundvallarveikleika sem hafi komið þjóðinni í koll í aðdraganda hrunsins. Hún telur nauðsynlegt að skilgreina þjóðaröryggi og koma á vettvangi með fulltrúum ýmissa málaflokka, þar sem menn geti rætt opinskátt lausir undan bankaleynd, trúnaðarskyldu og öðru slíku, til að hafa yfirsýn yfir þjóðarhagsmuni. „Og við kunnum þetta í almannavörnum en kunnum þetta ekki í fjármálaöryggi eða varnarmálum," segir Kristrún. Slíkt þjóðaröryggisráð hefði til dæmis getað útbúið faglegt stöðumat í Icesave málinu, segir Kristrún. „Það tryggði það að þjóðarhagsmunir réðust ekki af skítkastlögmálum smápólitíkar," segir Kristrún. Ítrekað hefur komið fram í vitnisburðum manna fyrir Landsdómi í vikunni að skortur á upplýsingastreymi milli mikilvægra stofnana hafi átt þátt í að villa mönnum sýn á raunverulega stöðu bankakerfisins. En sumir vissu meira en aðrir. Þannig upplýsti Davíð Oddsson í vitnisburði sínum að hann hefði verið nýkominn í sumarbústað laugardag einn árið 2006 þegar þáverandi forsætisráðherra hringdi og sagði að bankarnir færu á hausinn á mánudaginn ef ekkert yrði gert. „Það vissi enginn annar í íslenskum stjórnmálum hvað var að gerast," segir Kristrún. „Hvar hefðu við verið ef leiðtogar stjórnarandstöðunnar hefði verið upplýstir um míníkrísuna og rannsóknarskýrsla gerð í kjölfarið? Hvar værum við þá? Í miklu betri stöðu, held ég," segir Kristrún og bætir við að lokum: „Þetta er sá veikleiki sem er einkennandi fyrir Ísland og einn af mikilvægari lærdómum hrunsins." Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Ísland þarf að koma á fót þjóðaröryggisráði svo stórfelldir þjóðarhagsmunir séu ekki leiddir til lykta í skítkasti dægurpólitíkur. Þetta segir lektor í lögfræði sem starfaði innan stjórnsýslunnar í kringum hrunið. Hún telur það alvarlegan galla á íslensku stjórnkerfi hvernig upplýsingum hefur verið haldið frá fólki sem þurfi á þeim að halda. „Það sýnir mjög vel hvað við erum skrýtin að þessu leyti, að þegar herinn fór þá fréttu forystumenn stjórnarandstöðunnar það klukkan hálf sex og hálftíma síðar var það komið í fréttirnar," segir Kristrún og tekur sem dæmi um hvernig mikilvægum upplýsingum sé haldið á fárra manna vitorði í íslensku stjórnkerfi. Það telur hún grundvallarveikleika sem hafi komið þjóðinni í koll í aðdraganda hrunsins. Hún telur nauðsynlegt að skilgreina þjóðaröryggi og koma á vettvangi með fulltrúum ýmissa málaflokka, þar sem menn geti rætt opinskátt lausir undan bankaleynd, trúnaðarskyldu og öðru slíku, til að hafa yfirsýn yfir þjóðarhagsmuni. „Og við kunnum þetta í almannavörnum en kunnum þetta ekki í fjármálaöryggi eða varnarmálum," segir Kristrún. Slíkt þjóðaröryggisráð hefði til dæmis getað útbúið faglegt stöðumat í Icesave málinu, segir Kristrún. „Það tryggði það að þjóðarhagsmunir réðust ekki af skítkastlögmálum smápólitíkar," segir Kristrún. Ítrekað hefur komið fram í vitnisburðum manna fyrir Landsdómi í vikunni að skortur á upplýsingastreymi milli mikilvægra stofnana hafi átt þátt í að villa mönnum sýn á raunverulega stöðu bankakerfisins. En sumir vissu meira en aðrir. Þannig upplýsti Davíð Oddsson í vitnisburði sínum að hann hefði verið nýkominn í sumarbústað laugardag einn árið 2006 þegar þáverandi forsætisráðherra hringdi og sagði að bankarnir færu á hausinn á mánudaginn ef ekkert yrði gert. „Það vissi enginn annar í íslenskum stjórnmálum hvað var að gerast," segir Kristrún. „Hvar hefðu við verið ef leiðtogar stjórnarandstöðunnar hefði verið upplýstir um míníkrísuna og rannsóknarskýrsla gerð í kjölfarið? Hvar værum við þá? Í miklu betri stöðu, held ég," segir Kristrún og bætir við að lokum: „Þetta er sá veikleiki sem er einkennandi fyrir Ísland og einn af mikilvægari lærdómum hrunsins."
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira