Vigdís svarar ásökunum um brot á þingsköpum eftir Facebook-færslu 13. mars 2012 17:22 „Ég braut ekki þingsköp í dag," sagði Vigdís. „Ég braut ekki þingsköp í dag," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingkona, í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafi slitið nefndarfundi þegar í ljós kom að Vigdís hafði birt færslur á Facebook þar sem hún greindi frá fundarefnum. „Ef ég á að bera ábyrgð á lekum af nefndarfundum til fjölmiðla síðustu sextíu ára þá er ansi langt seilst," sagði Vigdís. „Þarna var ég einfaldlega að lýsa því yfir hvað hafði gerst á fundinum. Og er þessi vinstri stjórn ekki sífellt talandi um að allt eigi að vera gegnsætt." Vigdís sagði að efni færslunnar hafi verið neyðarlegt fyrir ríkisstjórnina og því hafi hún gripið inn í. „Það er grunnurinn í þessu máli,“ sagði Vigdís.Færslan sem Vigdís birti á Facebook.Aðspurð um hvort að það sé eðlilegt að nefndarmenn skuli birta færslur á samskiptasíðum á meðan fundi stendur sagði Vigdís að hún vildi ekki leggja mat á það. Hún benti á að margir þingmenn notist við iPhone snjallsíma, iPad spjaldtölvur og fartölvur. „Að sjálfsögðu setur maður inn nokkra gullmola inn á Facebook-síðuna sína þegar maður er með svona fréttir," sagði Vigdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Nefndarfundi slitið út af Facebook færslu Vigdísar Hauks Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sleit í morgun fundi skömmu eftir að hann hófst þegar í ljós kom að Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hafði sett inn færslu á Facebook síðu sína þar sem hún sagði að á fundi nefndarinnar hefði verið ákveðið að slá af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni. 13. mars 2012 14:22 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
„Ég braut ekki þingsköp í dag," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingkona, í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafi slitið nefndarfundi þegar í ljós kom að Vigdís hafði birt færslur á Facebook þar sem hún greindi frá fundarefnum. „Ef ég á að bera ábyrgð á lekum af nefndarfundum til fjölmiðla síðustu sextíu ára þá er ansi langt seilst," sagði Vigdís. „Þarna var ég einfaldlega að lýsa því yfir hvað hafði gerst á fundinum. Og er þessi vinstri stjórn ekki sífellt talandi um að allt eigi að vera gegnsætt." Vigdís sagði að efni færslunnar hafi verið neyðarlegt fyrir ríkisstjórnina og því hafi hún gripið inn í. „Það er grunnurinn í þessu máli,“ sagði Vigdís.Færslan sem Vigdís birti á Facebook.Aðspurð um hvort að það sé eðlilegt að nefndarmenn skuli birta færslur á samskiptasíðum á meðan fundi stendur sagði Vigdís að hún vildi ekki leggja mat á það. Hún benti á að margir þingmenn notist við iPhone snjallsíma, iPad spjaldtölvur og fartölvur. „Að sjálfsögðu setur maður inn nokkra gullmola inn á Facebook-síðuna sína þegar maður er með svona fréttir," sagði Vigdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Nefndarfundi slitið út af Facebook færslu Vigdísar Hauks Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sleit í morgun fundi skömmu eftir að hann hófst þegar í ljós kom að Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hafði sett inn færslu á Facebook síðu sína þar sem hún sagði að á fundi nefndarinnar hefði verið ákveðið að slá af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni. 13. mars 2012 14:22 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Nefndarfundi slitið út af Facebook færslu Vigdísar Hauks Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sleit í morgun fundi skömmu eftir að hann hófst þegar í ljós kom að Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hafði sett inn færslu á Facebook síðu sína þar sem hún sagði að á fundi nefndarinnar hefði verið ákveðið að slá af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni. 13. mars 2012 14:22