Innlent

Sæstrengur verði metinn næstu 2-3 ár

Forstjóri Landsvirkjunar hvetur til þess að þjóðin noti næstu tvö til þrjú ár til að meta kosti og galla sæstrengs áður en ákvörðun verður tekin. Hann telur að raforkusala til útlanda um streng myndi að mjög takmörkuðu leyti skerða möguleika til iðnaðaruppbyggingar hérlendis.Landsvirkjun lýsti því yfir fyrir tveimur árum að hún teldi að lagning sæstrengs frá Austfjörðum til Evrópu væri arðbært verkefni og á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands í síðustu viku kom fram í erindi Jóns Ingimarssonar, starfsmanns. Landsvirkjunar, að nánari athugun hefði leitt í ljós enn meiri arðsemi. Landsvirkjun sýndi þar fjórar hugsanlegar leiðir sæstrengs: Til Skotlands, annaðhvort til austur- eða vesturstrandar; til Hollands, og þar með meginlands Evrópu; og loks til Noregs.Þau sjónarmið heyrast gegn sæstreng að hann myndi flytja störf úr landi en Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að það yrði einkum afgangsorka sem færi inn á sæstreng, þar sem hann gæfi færi á betri nýtingu virkjana.Þótt raforkusala um sæstreng sé talin geta skilað fimmtíu prósentum hærra orkuverði vill forstjóri Landsvirkjunar að landsmenn ígrundi málið vel og næstu 2-3 ár verði notuð til að meta kosti og galla sæstrengs fordómalaust. Nánar má heyra forstjórann lýsa sjónarmiðum sínum í frétt Stöðvar 2 um málið.

Tengd skjölAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.