Innlent

"Skipulögð glæpastarfssemi er ekkert náttúrulögmál"

„Þessi þróun er grafalvarleg," sagði Jóhann Benediktsson, fyrrverandi lögreglustjóri. Jóhann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann gaf álit sitt á þróun skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi.

Jóhann segir að hann og fyrrverandi samstarfsmenn hans hafi séð þessa þróun fyrir. Hann sagði að það hafi legið fyrir í all langan tíma að ákveðin gengi ætluðu að hefja starfsemi hér á landi.

Hann segir að lögreglan hafi staðið sig afar vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður en það þessar tilteknu aðstæður hafi kallað á önnur og betri viðbrögð. Í því samhengi bendir hann á forvirkar rannsóknarheimildir.

„Við áttum að bregðast öðruvísi við," sagði Jóhann. „Sú umræða um að fá forvirkar rannsóknarheimildir er búin að vera lengi í stjórnmálunum. Björn Bjarnason kynnti þetta fyrstur og þá var þessum hugmyndum tekið illa. Núna, sem betur fer, er Ögmundur Jónasson búinn að sjá að sér og var frumvarpið lagt fram í dag."

Jóhann segir að þessi þróun sé afar jákvæð.

Hægt er að hlusta á ítarlegt viðtal við Jóhann hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×