Spennandi að sjá hvernig þetta fer hjá Frökkunum Boði Logason skrifar 16. mars 2012 15:17 Einar Magnús Magnússon hjá Umferðarstofu. „Ég veit ekki hvað skal segja, það er auðvitað margt sniðugt við þetta hjá Frökkunum en þeir eru að bregðast við almennu ástandi í menningu sem hefur litið á það sem sjálfsagðan hlut að neyta áfengis daglega," segir Einar Magnús Magnússon, hjá Umferðarstofu, aðspurður hvort að það væri mögulegt fyrir Íslendinga að taka upp sömu lög og Frakkar gera þann 1. júlí næstkomandi. Þá verður öllum ökumönnum í landinu skylt að hafa áfengismæla í bílum sínum. Einar Magnús segir að hér á landi séu háværar kröfur uppi um að þeir einstaklingar sem hafa gerst sekir um ölvunarakstur verði skylt að vera með alkóhóllás í bílum sínum eins og tíðkast fleiri Evrópulöndum. Frakkar hafa þó ekki farið þá leið að sinni heldur ætla þeir að skylda alla til að hafa viðurkenndan áfengismæli í bíl sínum, eins mæli og lögreglan er með.Mörkin lækka bráðlega „Það er meira til þess að hver og einn ökumaður standi vörð um sjálfan sig. Þetta gæti gengið í einhverjum löndum þar sem mörkin eru hærri en hér. Það fer eftir því hvenær refsimörkin fara að „kikka" inn. Ef svona lagað væri tekið upp á Íslandi þurfum við að hafa í huga að í fyrirliggjandi frumvarpi um umferðarlög er gert ráð fyrir að refsimörkin verði færð miklu neðar, eða úr 0,5 prómillum niður í 0,2 prómill," segir hann. Og hann segir að ef lög líkt og í Frakklandi yrðu tekin upp hér á landi þyrfti að vekja athygli á því að allur akstur undir áhrifum áfengis er ávísun á hættu og í raun bannaður. „Og ef það kæmi einhver smá mæling inn á svona tæki, þá þyrfti ég ökumaðurinn að taka leigubíl eða strætó. Þetta er á margan hátt mjög athyglisvert og það verður mjög spennandi að sjá hvernig þetta fer hjá Frökkunum."Hægt að kaupa áfengismæla hér á landi Á Íslandi geta ökumenn keypt áfengismæla af mismunandi gæðum, en Einar Magnús segir að þrátt fyrir að ökumaður sé undir mörkunum þýði það ekki endilega að hann megi keyra. „Ég bið menn sem blása í svona mæli að hafa þetta í huga. Ef þú blæst í svona mæli og hann sýnir 0,4 prómill, sem er undir refsimörkum, og lögreglan stöðvar þig svo þá setur hún þig í tímabundið akstursbann. Það er alltaf bannað að aka undir áhrifum áfengis þó þú sért undir mörkunum, það er bara ekki um refsingu í formi sektar að ræða. Refsingin gæti hinsvegar verið sú að þú veldur slysi og um það eru ótal dæmi. " Tengdar fréttir Allir með áfengismæli í bílnum Frönsk stjórnvöld hafa samþykkt lög þess efnis að öndunarmælir sem mælir áfengismagn í blóði ökumanna skuli vera í öllum vélknúnum ökutækjum, sem eru í umferð þar í landi frá og með 1. júlí næstkomandi. Bæði í bílum og bifhjólum. 16. mars 2012 12:37 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
„Ég veit ekki hvað skal segja, það er auðvitað margt sniðugt við þetta hjá Frökkunum en þeir eru að bregðast við almennu ástandi í menningu sem hefur litið á það sem sjálfsagðan hlut að neyta áfengis daglega," segir Einar Magnús Magnússon, hjá Umferðarstofu, aðspurður hvort að það væri mögulegt fyrir Íslendinga að taka upp sömu lög og Frakkar gera þann 1. júlí næstkomandi. Þá verður öllum ökumönnum í landinu skylt að hafa áfengismæla í bílum sínum. Einar Magnús segir að hér á landi séu háværar kröfur uppi um að þeir einstaklingar sem hafa gerst sekir um ölvunarakstur verði skylt að vera með alkóhóllás í bílum sínum eins og tíðkast fleiri Evrópulöndum. Frakkar hafa þó ekki farið þá leið að sinni heldur ætla þeir að skylda alla til að hafa viðurkenndan áfengismæli í bíl sínum, eins mæli og lögreglan er með.Mörkin lækka bráðlega „Það er meira til þess að hver og einn ökumaður standi vörð um sjálfan sig. Þetta gæti gengið í einhverjum löndum þar sem mörkin eru hærri en hér. Það fer eftir því hvenær refsimörkin fara að „kikka" inn. Ef svona lagað væri tekið upp á Íslandi þurfum við að hafa í huga að í fyrirliggjandi frumvarpi um umferðarlög er gert ráð fyrir að refsimörkin verði færð miklu neðar, eða úr 0,5 prómillum niður í 0,2 prómill," segir hann. Og hann segir að ef lög líkt og í Frakklandi yrðu tekin upp hér á landi þyrfti að vekja athygli á því að allur akstur undir áhrifum áfengis er ávísun á hættu og í raun bannaður. „Og ef það kæmi einhver smá mæling inn á svona tæki, þá þyrfti ég ökumaðurinn að taka leigubíl eða strætó. Þetta er á margan hátt mjög athyglisvert og það verður mjög spennandi að sjá hvernig þetta fer hjá Frökkunum."Hægt að kaupa áfengismæla hér á landi Á Íslandi geta ökumenn keypt áfengismæla af mismunandi gæðum, en Einar Magnús segir að þrátt fyrir að ökumaður sé undir mörkunum þýði það ekki endilega að hann megi keyra. „Ég bið menn sem blása í svona mæli að hafa þetta í huga. Ef þú blæst í svona mæli og hann sýnir 0,4 prómill, sem er undir refsimörkum, og lögreglan stöðvar þig svo þá setur hún þig í tímabundið akstursbann. Það er alltaf bannað að aka undir áhrifum áfengis þó þú sért undir mörkunum, það er bara ekki um refsingu í formi sektar að ræða. Refsingin gæti hinsvegar verið sú að þú veldur slysi og um það eru ótal dæmi. "
Tengdar fréttir Allir með áfengismæli í bílnum Frönsk stjórnvöld hafa samþykkt lög þess efnis að öndunarmælir sem mælir áfengismagn í blóði ökumanna skuli vera í öllum vélknúnum ökutækjum, sem eru í umferð þar í landi frá og með 1. júlí næstkomandi. Bæði í bílum og bifhjólum. 16. mars 2012 12:37 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Allir með áfengismæli í bílnum Frönsk stjórnvöld hafa samþykkt lög þess efnis að öndunarmælir sem mælir áfengismagn í blóði ökumanna skuli vera í öllum vélknúnum ökutækjum, sem eru í umferð þar í landi frá og með 1. júlí næstkomandi. Bæði í bílum og bifhjólum. 16. mars 2012 12:37