Innlent

Hringdi í neyðarlínu og sagðist vera með mann í gíslingu

Maður sem talinn er eiga við geðsjúkdóm að stríða var handtekinn af lögreglunni á Selfoss í dag. Atvikið átti sér stað um hádegisbil á Eyrarbakka.

Maðurinn hafði hringt í Neyðarlínuna og gefið í skyn að hann væri bæði vopnaður og hefði mann í gíslingu.

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til og kom hún á Eyrarbakka. Maðurinn var yfirbugaður og færður í varðhald.

Rannsóknarhagsmunir aftra lögreglu frá því að veita upplýsingar um málið. Ekki fæst staðfest hvort að maðurinn hafi í raun verið vopnaður eða hvort að hann hefði mann í gíslingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×