Innlent

Samkomulagið gríðarlega mikið hagsmunamál

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs.
Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. fréttablaðið/stefán
Það samkomulag sem gert var í gær um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands norðan Hringbrautar er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir Reykjavík, segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs.

Hann segir að málið hafi verið margrætt í borgarráði og kynnt í skipulagsráði borgarinnar. Þá liggi fyrir að það taki ekki gildi fyrr en við samþykkt deiluskipulags svæðisins.

Dagur segir að áratugum saman hafi lóðir legið óbyggðar árum saman. Með nýja samkomulaginu sé borgin nú að fá mikið svæði sem hægt sé að nýta undir byggingar.

Dagur segir að þegar sé byrjað að kynna málið fyrir hagsmunaaðilum og jafnframt verði haldinn stór fundur eftir 10 daga fyrir hagsmunaaðila.


Tengdar fréttir

Segir borgarstjóra hundsa skoðanir almennings

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega að Jón Gnarr borgarstjóri hafi í gær undirritað samkomulag um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands norðan Hringbrautar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×